11.1.2013 | 23:53
Greinilega mjög örugg
Hún virkaði alveg fullkomlega. Skotvopn eru eitt af fáum tækjum sem maður getur reitt sig á að virka.
En hvað um það:
Skoðum hverjar af reglunum hann braut þarna:
1: allar byssur eru alltaf hlaðnar (við göngum út frá því)
Vissi hann þetta ekki? Honum var greinilega drullusama. Caliber .38 eru langoftast revolverar, því það er ekki nóg power í skotinu. Og það er sjaldnast öryggi á þeim.
.38 super er svolítið annað.
2: Maður beinir aldrei byssu að neinu sem maður er ekki tilbúinn til að eyðileggja.
3: fingurinn snertir ekki gikkinn fyrr en við erum að miða á skotmarkið.
4: vertu viss um skotmarkið og hvað er bakvið það.
Já, allar reglurnar.
En svo er þessi ambaga:
"... pilturinn ætlaði að sýna fjölskyldu og vinum að ekkert væri að óttast þegar kæmi að skammbyssum og öryggi þeirra hafið yfir allan vafa."
Lítur betur út: "... pilturinn ætlaði að sýna fjölskyldu og vinum að skammbyssur væru fullkomlega öruggar."
Styttra og fágaðra.
Ætlaði að sýna fram á öryggi byssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Virðist vera að lögmál Darwins hafi sannað sig þarna einu sinni enn.
Hvumpinn, 12.1.2013 kl. 10:02
Að vissu leiti. Þessi gæti koið til greina sem handhafi Darwin-verðlaunanna.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.1.2013 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.