16.1.2013 | 21:30
Svo margt rangt við þetta...
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, [...] vill banna sölu á hríðskotavopnum
Sem er að óbreyttu bara skör auðveldara að verða sér úti um en kjarnorkuvopn.
Þetta er svona sambærilegt við að banna Ferrari á Íslandi til þess að stemma stigu við hraðakstri.
og skothylkjum sem geta geymt margar byssukúlur.
Um... ha?
Þá vill hann herða eftirlit með fólki sem vill kaupa skotvopn, þ.e. að bakgrunnur þeirra verði skoðaður ítarlega.
Þetta er þegar gert. Merkilegt með þetta, að í hvert skifti sem einhver brýtur einhver lög, þá er lagst í að herða bara á þessum sömu lögum.
Þetta gildir úti um allan heim.
Getur verið að gjörvalt mannkyn stígi ekki í vitið?
Ekki eru allir á eitt sáttir við tillögur forsetans, t.a.m. samtök skotvopnaeiganda í Bandaríkjunum (NRA) og aðrir sem vilja ekki takmarka rétt almenings til að kaupa skotvopn af öllum stærðum og gerðum.
Ja, með því að setja þessi lög er forsetinn sjálfur að brjóta lög... það þarf kannski að herða stjórnarskrána hjá þeim?
Obama segir að það sé ekki lengur hægt að bíða eftir umbótum varðandi byssulöggjöfina.
Varðandi? Sko, maður segir "á" í þessu tilviki, og beygir svo næsta orð í samræmi við það. Lærðu fokking íslensku.
En hvað um það... kaninn er með betri löggjöf en við... ennþá. En eins og við vitum öll, þá er sá verknaður að gefa lög oft svipaður þeim gerningi að gefa kynsjúkdóm...
Forsetinn segir að engin lög geti komið í veg fyrir voðaverk eða harmleiki í Bandaríkjunum.
En það stöðvar hann ekki. Hefur hann verið að gjóa augunum á okkar fólk? Læra ósiði af þeim? Hvað vitum við?
Hins vegar geti menn gert allt sem í þeirra valdi stendur til að reyna að draga úr ofbeldisverkum.
Aðferðir hans eru dæmdar til að mistakast. Það er ekki einhver gælu-kenning hjá mér:
Fyrst vill hann banna vopn sem eru ekki til. Sem er augljós snilld.
Svo vill hann banna stærri magasín (takmarka þau við 10 skot, skv CNN) - það gerir ekkert nema kýla upp verðið á High-cap magasínum sem þegar er búið að framleiða. (Áhugavert trivia - muniði eftir gaurnum þarna um daginn sem fór í bíó og skaut á alla með riffli? Hann notaði 100 skota magasín. Það olli bilun, sem truflaði hann, og hann kláraði aldrei þessu 100 skot. Það er þekkt vandamál. Ef hann hefði notað nokkur 10 skota magasín hefði hann geta skotið öllum þessum 100 skotum. Svo, já. Snilld líka.)
Annar Obummer.
Kynnir herta byssulöggjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Nú þarf bara fulltrúadeildin að standa sig og segja nei við AWB og mag limit.
Hitt eru executive orders og ekkert voða merkilegt (þó kannski ef yfirvöld fara að reyna skilgreina annan hvern mann sem andlega óhæfan....).
Svo hefði hann getað sett innflutningsbann á skotfæri en það var þó ekki gert. :)
molonlabe (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 19:38
Eins og er er hálfgert útflutningsbann - það eru höft. Ég er viss um að iðnaðurinn kann þeim miklar þakkir fyrir.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2013 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.