19.1.2013 | 22:08
BBC hefur rangt fyrir sér
Í fréttaskýringarþættinum Newsnight á BBC var nýlega fjallað um afstöðu Bandaríkjamanna til byssueignar. [...] Í þættinum var bent á að saga Bretlands væri allt önnur en Bandaríkjanna þegar kæmi að byssum.
Látum þessa ambögu eiga sig um stund, en - so far so good.
Í Bretlandi var einmitt lögð áhersla á að konungurinn og ríkið ættu að sjá um varnir og byssur ættu ekki að vera í höndum almennings.
Það er rangt. Í Bratlandi, og reyndar allri evrópu, var ekkert mál fyrir bókstaflega hvern sem var að redda sér byssu af hvaða gerð sem var.
Maður bara labbaði út í búð, nú eða sendi viðkomandi heildsala bréf með ávísun eða reiðufé, og fékk til baka byssu, eða eins margar byssur og maður vildi.
Þetta gekk alveg fram að seinna stríði. Reyndar var fyrsta evrópuríkið til að taka almennilega á vopnaeign landsmanna Sovét-Rússland.
Þessi andstaða við skotvopn er seinni tíma hugdetta.
Margir líta svo á að ef ríkið taki byssurnar af einstaklingunum sé það um leið að ganga á rétt þeirra og taka sér vald sem það hafi ekki.
Leiðrétting: taka sér vald sem það hefur ekkert með að gera.
Svar margra Bandaríkjamanna við ofbeldisverkum [...] er einmitt að landsmenn sjálfir verði að verjast ofbeldismönnum með því að vopnast.
Sumir Bandaríkjamenn eru ekkert einir um þessa hugmynd, né fyrstir til að fá hana. Hinrik II englandskonungur var framarlega í þeim ágæta hóp manna.
Lesið ykkur sjálf til um hann, og sjáið hve mikið fleipur er verið að bera í okkur.
Þetta segja margir fullum fetum og aukin vopnasala í kjölfar þessa voðaverks sýnir að þetta sjónarmið nýtur víðtæks stuðnings.
Kynnið ykkur hin fáu og einföldu lögmál kapitalismans og þá muniði skilja vel afhverju sala skotvopna eikst alltaf rétt áður en á að fara að banna einmitt þau skotvopn. Þau hækka í verði.
Full-auto skotvopn kosta svolítið mikið. Þið getið rannsakað það á google. Tekur svona 2 mínútur.
Rödd þeirra sem upplifað hafa að missa ástvin eða hafa lifað af skotárásir, og hvetja til þess að lög um byssueign verði hert, er einnig sterk í Bandaríkjunum.
Rödd þeirra sem vilja að glæpir verði bannaðir er líka hávær, jú.
Í þeim hópi er t.d. Gabrielle Giffords, [...] Hún og fleiri segja að nú sé nóg komið af ofbeldið og því verði ekki svarað með því að þjóðin vopnist enn frekar.
Hún, eins og svo margir aðrir veit ekki hvernig heimurinn virkar.
Vilja ekki herða byssulöggjöfina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þvílíkur kjáni ... heyrðu þú skalt bara endilega hafa samband við þá hjá BBC
Jón Garðar (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 11:27
Þeir hjá BBC þekkja ekki sögu eigin lands. Magnað.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.1.2013 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.