20.1.2013 | 22:54
Og?
Gríðarleg fíkn fylgir slíkri neyslu...
Þetta er eins og alkólhólismi. Bara sumir verða fíklar.
Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á neyslumynstri, aukaverkunum eða upplifunum notenda rítalíns í æð,
Hvernig vita þeir þá að sumir taka þetta sull 15-20 sinnum á dag? Og hvernig vita þeir þá að þetta hefur í för með sér geðraskanir?
Þessi setning er svolítið í ósamræmi við allar hinar setningarnar.
en á vísindadögum [...] voru kynntar niðurstöður lýsandi þversniðsrannsóknar sem [...] Niðurstöðurnar sem kynntar voru byggja á viðtölum við 91 fíkil, 39 konur og 52 karla.
Hvað er það stórt hlutfall af fíklunum? Allir?
Meðalaldur þeirra var 33 ár en yngsti þátttakandi var 18 ára og sá elsti 61 árs.
Djöfull eru þeir gamlir. Deyr fólk ekkert úr þessu eða hvað?
Rítalín er lyfsseðilsskylt lyf.
Ritalín var fundið upp til þess að þurfa ekki að gefa fólki kókaín. Ekki vegna þess að kókaín virkaði ekki, heldur vegna einhverrar meinloku sem fólk hefur haft síðan eftir Játvarðstímabilið.
Vinsælasta örvandi efnið á landinu
Af hverju er þetta innan gæsalappa? Er það vinsælast eða ekki?
að sögn Helenu hafði heilbrigðisstarfsfólk sterkan grun um að rítalín væri stöðugt að verða vinsælla
Kannski vegna þess að það er auðveldara að verða sér úti um það?
Rannsóknin staðfesti þann grun, því 85% svarenda höfðu notað rítalín í æð síðasta mánuðinn og tóku það fram yfir önnur örvandi efni, s.s. kókaín eða amfetamín.
Svo dópistarnir segja að það sé besta efnið? Eða eru þeir bara svona praktískir? Þetta þurfum við að skoða nánar.
Flestir sem nota örvandi í efni í æð byrja á amfetamíni og hafa jafnvel verið í langvarandi amfetamínneyslu áður en þeir færa sig yfir í rítalín. Rítalín uno er vinsælasta lyfið og sögðu 52% aðspurðra það vera uppáhaldslyf sitt síðustu 30 daga. Þá sögðust 60% myndu velja rítalín uno framyfir önnur lyf.
Svo ritalín er betra en spítt. Það hef ég heyrt áður.
75% höfðu stundað kynlíf og 64% gert það án verja.
25% eiturlyfjaneitenda eru skírlífir. Eða það er það sem þið voruð að segja.
Gríðarlega sterk fíkn fylgir rítalínneyslu í æð
Öfug orsakatengzl? Ég meina, hver BYRJAR á að sprauta sig?
og sagðist Helena hafa séð fólk sem búið er að vera lengi í amfetamínneyslu en missir alveg tökin þegar það skiptir yfir í rítalín í æð.
Það er nú búið að missa tökin þegar það byrjar að sprauta framandi efnum í æð.
Því fylgi jafnframt alvarleg geðrofseinkenni.
Auðvitað. Þetta er geðlyf.
Maður getur séð fólk alveg gjörsamlega undirlagt af ofskynjunum og ranghugmyndum.
Það er allt í lagi, fullt af fólki sem er í engum tenzlum við neitt sem svo mikið sem líkist raunveruleikanum virðist lifa fullkomlega eðlilegu lífi.
Á 4 ára fresti kjósum við úrval af þeim á þing.
Það góða við það er þó að ef að fólki tekst að hætta neyslu þá gengur þetta frekar hratt til baka miðað við til dæmis kannabisgeðrof.
In the padded room where some punk niggas can't hack itDistracted from all reality now I'm let out
On a minor technicality .... They all fucked up now
(Random "Cypress Hill" quote)
Í ljósi þess að rítalín er orðið eitt aðalefnið sem sprautufíklar á Íslandi misnota telja rannsakendur ljóst að mikilvægt sé að þekkja þá fylgikvilla sem af neyslunni hljótast.
Nei, það er mikilvægt í sjálfu sér að þekkja aukaverkanirnar. Með hliðsjón af vísindum.
Fyrst fólk tekur að sér að vera tilraunadýr, nýtum okkur það endilega.
Sprauta sig 15-20 sinnum á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það sem mér finnst lang verst í þessu er að Ritalin er ekki efni!!!
Ritalin er heiti á lyfi sem inniheldur virka efnið Methylphenidate.
Concerta sem er lyf við sama kvilla inniheldur líka Methylphenidate..
Stjórnvöld landsins hafa hingað til ekki vilja leyfa notkun á Vyvanse, Adderal eða öðrum lyfjum við ADHD vegna þess að þau innihalda Amfetamin.
Konni (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 23:58
Og svona heldur vitleysan áfram, sífellt skal ólin hert að fíklum landsins í stað þess að spyrja þetta vansæla fólk: "Hvers vegna líður þér ekki vel í samfélaginu okkar? Hvað gerðist sem gerði þig mótækilegan fyrir því að verða fíkill?"
Jóhann Björn Birkisson (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 07:00
Þessi kona er lélegasti blaðamaðurinn hjá mbl. Hún sýnir aldrei neinar heimildir fyrir ófáum fordómum sem hún lætur skína í gegnum skrifin sín.
Hún talar til dæmis um kannabis geðrof eins og það sé eitthvað samþykkt einhverstaðar. En síðan er hérna hlutdrægasti fréttamiðill í heiminum samkvæmt flestum íslendingum að nálgast málið á mun fordómalausari hátt.
http://www.foxnews.com/health/2012/12/26/link-between-pot-psychosis-goes-both-ways-in-kids/
Sem sagt myndi þetta ekki fljúga á fox news sem þessi kona er að skrifa á mbl.is, og hver hérna ber virðingu fyrir fox news?
Geir (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 08:15
Ég held það væri nú ráð að róa sig aðeins....svona gerir engum gagn..
Sigurbjörg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 08:17
,,Svona" hvað?
Ólafía (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 13:58
Mesta vandam+alið sem fylgir því að eiturlyf eru svona tabú er að við fáum aldrei að vita hverjar ídeal skammtastærðirnar eru. Eða ídeal neyzluaðferðirnar.
Móttækilegt fólk dælir bara einhverju í sig einhvernvegin þar til það rambar á "sitt efni," sem getur svo aldrei veri eins vegna þess að dílernarnir kötta það bara einhvernvegin.
Eins og vandræðin séu ekki næg fyrir.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.1.2013 kl. 16:49
Það sem böggar mig lang mest í þessu að þarna er verið að persónugera lyf á neikvæðann hátt.
Þetta lyf hjálpar fjölmörgu fólki ap eiga tilveru sem er með besta móti hægt að kalla eðlilega.
Eins og áður sagði þá er Ritalin ekki efni. Heldur er efnið Methylphenidate, og það er einnig að finna í Concerta sem er líka lyf sem gagnast mörgum með ADHD.
Af þessum sökum þykir mér þessi frétt léleg og einkar einhliða. Það er afar sjaldan sem fólk heyrir hvað Ritalin og önnur lyf við ADHD gera gott fyrir fólk sem virkilega þurfa á þeim þarf að halda.
Konni (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 21:38
Ekki láta þetta angra þig of mikið. :að sem mogginn segir er kannski steypa, en það sem hann segir gefur þér innsýn í hvernig mjög stór hluti fólks hugsar.
Rangt, sem sagt.
Og það mun ekkert nenna að kynna sér flókna vísindalega hluti eins og geðsjúkdóma sem kannski er hægt að halda niðri með efnum sem er hægt að selja á svarta markaðnum.
Út af svarta markaðnum. Og allt sem er svart er sjálfkrafa illt.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2013 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.