31.1.2013 | 20:09
Tölfræði...
X mörg prósent eru svona og hinsegin, segja þeir. Svo segja þeir í annarri frétt að 184 einstaklingar séu byrjaðir að delera illilega:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/31/alvarlegur_kannabisvandi_hja_184/
Hvað er það stórt hlutfall af þeim sem lentu á Vogi?
Kemur ekki fram.
Helmingur? 10%? Allir?
Með allar þessar tölur, þá fáum við merkilega litlar upplýsingar, í raun og veru.
Þetta er ekki skaðlaus planta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég sé ekki hvaða máli það skiptir hversu mörg % af þeim sem fara á geði hafa einnig sótt á vog???
Bjarni (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 22:56
Það hefði verið alveg jafn vitrænt og afgangurinn af öllum þessum prósentum.
Og þetta eru bara prósentur, svífandi í lausu lofti. Þetta eru ekki prósentur af neinu. nei nei.
Við fáum engan vegin nægar upplýsingar til þess að geta einu sinni byrjað að reikna út frá þeim.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2013 kl. 23:13
Hvað hafa margir dáið af þessu?
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2013 kl. 03:10
"Kannabisfíkn er algengasta og þar af leiðandi alvarlegasta vímuefnafíkn íslenskra ungmenna."
Á ég að trúa því að þau flokki ekki áfengi og tóbak sem vímuefni?
Hallgeir Ellýjarson, 1.2.2013 kl. 05:25
Af hverju er alltaf verið að nota áfengisrökin til að koma Kannabisefnum inn?
Reykingar voru mainstream fyrir 50 árum og vonandi náum við að útrýma þeim á næstu 50 árum með því að upplýsa fólk um skaðsemi þeirra og reglugerðum gera fólki kleift að anda að sér hreinu lofti á opinberum stöðum án reykingamengunar. Með minnkandi reykingum getum við vonandi líka minnkað Kannabisnotkun ungmenna.
Áfengi er búið að vera mainstream vímugjafi í árþúsundir meðal allra menningarhópa sem hægt er að telja til. Það að takmarka jafn rótgróinn vímugjafa og áfengi mun aldrei takast ef fólk fer að fjöldaframleiða "samþykkta" vímugjafa.
Samþykkjum Kannabis. Sammþykkjum svo Kókaín og Heróín og Ópíum að lokum. Svo þegar það er búið þá er um að gera að samþykkja skambyssur svo fólk geti drepið sig og aðra í leiðinni.
Menn undir áhrifum kannabisefna sem keyra drepa. Menn sem reykja áður en þeir keyra af stað gera það ekki.
Þú skvettir ekki í þig staupi á morgnana áður en þú ferð í vinnu en kannabisneytendur eru að "fá sér" allan daginn. Þeir "Fá Sér" einir heima hjá sér áður en þeir rúlla í vinnuna og oft bara að "chilla" með félögunum úti á horni í frímínútum eða pásu í vinnunni.
Það á að nauðga þessu málefni í gegn með því að bera saman við vímugjafa sem eru á leiðinni út eins og reykingar.
Það er búið að vinna ótrúlega sigra í baráttunni við reykingar. Og nú á að fara að fjöldaframleiða morðingja í umferðinni með því að gefa fólki leyfi til að vera í annarlegu ástandi á þeim stað jarðarinnar sem fólk þarf að vera með öll skilningarvit í lagi bara til að geta keyrt heim eftir vinnu úr bænum til Keflavíkur.....
Svona rugl er ávísun á dauða og þeir sem taka þátt í þessu fá ein skilaboð:
Ef þessu verður tekið þá munið þið endilega eftir ykkar atkvæði þegar fyrsta manndrápið verður og vonandi getið þið sýnt aðstandendum manndóm með að mæta í jarðarförina og biðjast afsökunar. Nema þið verðið það hátt uppi að ykkur sé alveg skítsama.....
Sveinn (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 06:25
Þeir sem reykja á morgnana eru auðvitað menn sem eru að misnota kannabisefni. Þeir sem misnota áfengi myndu líka fá sér á morgnana alveg eins.
Það er ekki búið að gera neinar rannsóknir sem benda til að kannabisreykingar geri mann að verri bílstjóra. Aðeins hafa verið gerð próf á viðbragðstíma undir áhrifum sem gefur enga heildarsýn á ökuhæfni. Ef að keyra undir áhrifum kannabiss er ávísun á dauða þá er að keyra nývaknaður, pirraður, annars hugar eða ástfanginn ávisun á það sama , bara verra þar sem það tekur einbeitingu bílstjórans í burtu sem kannabisvíma gerir ekki.
Þó ég sé ekki að meina að fólk eigi að keyra skakkt, þá er ég bara a' benda á að það er alltaf það sem heimskt fólk notar til að klóra í bakkann í þessum umræðum og það er í raun ekki byggt á neinum rökum.
Sveinn er heimskasti gaur sem ég hef séð (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 09:32
Way to go fyrir málstaðinn að kalla fólk, með skoðanir og töluvert betra málfar en þú sjálfur, heimskt. Það fær mig algjörlega til að opna eyrun fyrir ykkar rökum. Frábært framtak!
Mér finnst Sveinn vera með ýmsa góða punkta. Hugsa líka að flestir í kringum mig myndu finnast það. Erum við þá öll heimskasta fólk sem þú hefur séð? Getur verið að það segi meira um þig en okkur?
Svo "gerir" maður ekki rannsókn. Þú getur framkvæmt hana, en þú gerir hana ekki.
Jón Flón (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 10:04
Annars vil ég líka gagnrýna yfirvöld fyrir að taka ekki virkan þátt í umræðunni um kannabis. Það er ekki nóg að hrópa "kannabis er slæmt!". Samfélagið á skilið að fá vitræna umræðu og gagnleg rök frá öllum hornum. Ég vil ekki lögleiða kannabis, en ég myndi vilja að allir aðilar leggi sitt af mörkum í umræðuna og vandi málflutning.
Jón Flón (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 10:07
Það er ekki skoðun þegar þú hendir því fram sem staðreynd, og ber því ekki að taka því sem slíkri. Ps það er margþekkt að heimsk fólk sem heldur að það sé gáfað grípur fyrst í að gagnrýna málfar hjá öðrum til að reyna að lítillækka hann.
jón flón er heimskur líka (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 10:11
Já sæll! Fordómarnir hafa ekkert rénað. Sveinn, kannabis hefur verið notað í þúsundir ára, alveg eins og áfengi, og langlangflestir kannabis notendur nota aldrei sterkari efni.
Er mikið um umferðarslys af völdum kannabisnotkunar? Þú ert sem sagt að segja að ef þetta er löglegt, þá munu bara allir keyra skakkir?
Þvílíka fordóma ruglið í sumum. Hvað með að kynna sér örlítið málefnið áður en þetta bull fer í gang?
Hérna er góð bók um málefnið. (Inngangur skrifaður að lögreglustjóra með mikla reynslu)
http://www.2shared.com/document/pMAEk5zs/Marijuana_is_Safer_-_So_Why_Ar.html
Já sæll! (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 15:19
Já og það hefur verið sýnt fram á það að ökuhæfni þeirra sem reykja kannabis er ekki mikil, þ.e. fljótlega eftir að mesta víman er farin.
Rannsóknir sýna reyndar að ökumenn undir kannabis-áhrifum gera sér grein fyrir eigin ástandi og keyra þ.a.l. öruggar og hægar, og þeir sem eru undir of miklum áhrifum vilja einfaldlega ekki keyra fyrr en mesta víman er farin.
Öfugt við ökumenn undir áhrifum áfengis sem keyra hraðar en þegar þeir eru edrú, og taka mikla sjénsa vegna vissu um eigin hæfileika við keyrslu.
Staðreyndir.
Tékkið á þessari bók, mjög góð.
Já sæll (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 15:29
...já, hmmm.... í byrjun að ofan átti að standa að ökuhæfni þeirra sem reykja skaðast ekki mikið, þ.e. eftir að mesta víman er farin.
smá typó :)
Já sæll! (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 15:31
Maður þarf að vera ansi vel úti á túni í þessum málum til að sjá ekki hið augljósa, bannstefnan gerir ekkert nema að auka vandann og er löngu gjaldþrota. Sumir vilja bara ekkert af því vita og kjósa að berja höfðinu áfram í steininn þótt hauskúpan sé þegar mölbrotinn. Misnotkun fíkniefna (áfengi er líka fíkniefni) er vandamál, gerum það ekki verra en það þarf að vera með stórskaðlegri og rándýrri forræðishyggju.
Georg Pétur (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 15:41
http://www.backslashonline.com/index.php?option=com_k2&view=item&id=1504:marijuana-facts-and-statistics
Það er náttúrulega alveg út í hött að banna Kannabis en leyfa tóbak og áfengi. Fólk á að fá að gera það sem því sýnist við sig sjálft án einhverra afskipta frá ríkinu!
Mæli svo með þessari heimildarmynd; http://www.youtube.com/watch?v=zrFctR0G0fY
Charles Geir Marinó Stout, 1.2.2013 kl. 15:51
Að eitthvað sé skaðminna en annað eru léleg rök.
Af því að til er verra eitur þá er minna eitrið í lagi?
Verið er að vinna markvisst að því að minnka tóbaksneyslu og smám saman að banna hana. Það er augljóst. Það var bara orðið löglegt og í mikilli neyslu áður en menn áttuðu sig á hve hættulegt það var. Þess vegna er farið þá leið, svo löglegir neytendur verði ekki allt í einu glæpamenn sér að ósekju.
Áfengi er miklu erfiðara að hafa stjórn á, einfaldlega vegna þess að sjö ára barn gæti framleitt það úr algengum heimilisvörum án erfiðleika og líka af sömu ástæðum og tóbakið. Bein líkamleg áhrif áfengis eru skamvinnari en kanabis og auðveldara að vinna upp það heilsutap sem fylgir í sumum tilfellum. Notkun áfengis er menningartengd og tekur því lengri tíma að vinna gegn henni en allt er gert í verðlagi, aðgengi og svo framvegis (aldurstakmörk) sem mögulegt er.
Það að áfengi og tóbak eru lögleg er ekki réttlæting fyrir lögleiðingu fleirri efna sömu tegundar, einungis víti til varnaðar.
Það að vímuefni sé skaðlaust einhverjum er ekki heldur rök þegar það er svona ofboðslega skaðlegt þeim sem það er. Röksemdafærsla þeirra sem eru fylgjandi sígarettureykingum eru nákvæmlega eins og þeirra sem reykja og af sömu ástæðum. Þeir eru háðir sínu efni og sjá ekki mögulegan skaða þeirra sem gild rök fyrir að svifta sig sínu nammi.
En þetta er allt örugglega bull ekki satt. Og ég bara fordómafull og ekki búin að lesa mér til. Sem ég reyndar hef gert en nenni ekki lengur.
Og hvers vegna? Vegna þess að það er ekki til það magn raka og lesefnis sem breyta þeirri staðreynd að fjórir nánir vinir mínir eru látnir vegna neyslu kanabis og ég þekki persónulega mögulega tvo aðila sem nota kanabis að jafnaði og eru ekki búnir að lenda í neinum skaðlegum afleiðingum ennþá en aftur á móti nokkra tugi manneskja sem búa við langtímaafleiðingar.
Það eru öll RÖKIN sem ég þarf til að sjá það augljósa í málinu.
Bára Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 17:16
Ég velti fyrir mér stærðfræði, og allir byrja að tala um kannabis. Magnað.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.2.2013 kl. 17:25
Það gengur ekki að gera fólk að glæpamönnum og annars flokks fólki fyrir það eitt að velja sér aðra vímugjafa en áfengi og tóbak, þessu verður að linna. Ríkið á að anna eftirspurn eftir öllu þessu drasli og nota svo peninginn sem rúllar inn í alvöru forvarnir en ekki í það að auka á heimsku.
Það sem Bára er að segja hér fyrir ofan eru engin rök fyrir áframhaldandi bannstefnu. Það að missa ástvini í hyldýpi ofneyslu vímugjafa eru ekki rök sama hversu sárt það er. Aðstandendur fólks sem hefur látið lífið í bílslysum berst ekki fyrir því að banna bíla heldur fyrir bættri umferðarmenningu og það er nákvæmlega það sem við ættum að gera í vímugjafamálum, hvetja fólk til að taka meiri og ríkari ábyrgð a lífi sínu, gerir það ekki með boði og bönnum heldur upplýsingu og leiðsögn á jafningjagrundvelli.
dadi (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 19:57
"Og hvers vegna? Vegna þess að það er ekki til það magn raka og lesefnis sem breyta þeirri staðreynd að fjórir nánir vinir mínir eru látnir vegna neyslu kanabis og ég þekki persónulega mögulega tvo aðila sem nota kanabis að jafnaði og eru ekki búnir að lenda í neinum skaðlegum afleiðingum ennþá en aftur á móti nokkra tugi manneskja sem búa við langtímaafleiðingar.
Það eru öll RÖKIN sem ég þarf til að sjá það augljósa í málinu."
Þetta eru ekki rök, heldur skáldskapur. Það er ekki til eitt einasta dæmi um einstakling sem hefur dáið vegna Kannabis í heiminum, hvað þá fjögur tilfelli á Íslandi. Þessi taktík Báru er orðin typical fyrir fólk sem hatar Kannabis, það segir "ekki hlusta á rök og lesa rannsóknir, hlustaðu á flökkusögurnar mínar".
Jón (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 21:22
Jæja. Nú er eins og fólk haldi að ég sé sextugur góðtemplari sem ekkert veit. Ég er fertugur, hef reykt hass, gras og tekið í nefið. Drukkið áfengi og reykt sígarettur. Ég reyki ekki lengur og hætti að reykja hass og gras og nota eiturlyf þegar ég var tvítugur. Ég man greinilega eftir árinu 1995 þegar ríkið byrjaði að sekta landasalana okkar um jafn mikið fyrir að selja 1 líter af landa og 1 gramm af kókaíni eða spítti. Þá einmitt sprakk út þessi gríðarlega aukning í neyslu því allir drengirnir sem voru með 20 lítra í skottinu á bílunum sínum hverja helgi voru nú komnir með nokkra mola og nokkur grömm í öskubakkann og náðust þess vegna mikið minna í stoppum í bænum um helgar. Þar með varð sú vakning sem besservisserar Íslands eru enn að þjást af og nú á að taka Cheech & Chong á þetta og "Legalize It" með jónu í hendinni. Nú á að fara að taka Vantrúartaktíkina á þetta og hasshausar Íslands ætla að pressa fram háværan minnihluta og breyta lögum Íslands til framtíðar með hamagangi. Fyrst ekki er hægt að sanna að Guð sé til, er bannað að ríkisstyrkja kristna trú og hana nú. Þá er það vígi fallið og copy/paste. Fyrst ekki er hægt að sanna að kannabis sé hættulegra en áfengi og sígó á ekki að keyra áfengi og sígarettuneyslu niður, neineinei; það á að opna á kannabis og auka hættulega vímugjafa í umferð!!! Annað eins heilaprump hef ég aldrei lesið....
Ég hef líka misst marga góða menn frá mér í sjálfsvíg og áttu þeir allir sameiginlegt að vera í neyslu og öll sú neysla byrjar á kannabis. Þeir sem neita þessu eru í slíkri afneitun og éta ofan úr hvorum öðrum tölfræði sem fólki í Hollywood þykir fínt að slá um sig meðan kveikt er í einni og rætt um heimsins mál og kvartað um fyrirhyggjustefnu stjórnvalda.
Ég veit alveg nákvæmlega hvað það er mikið mikið auðveldara að ganga um dagreykingar heldur en dagdrykkju. Það finnst á þér langar leiðir lyktin sértu fullur en dagreykingamenn "fúnkera" alveg ágætlega. Sýnast bara smá sérvitrir oft. Þetta er allt annað mál að vera með eina jónu í vasanum eða taka smá skot af og til þegar pressan er mikil eða maður þarf bara að "tjilla" inn á milli.
Ég veit um dauðaslys þar sem maður undir áhrifum kannabis gekk frá ungri stúlku sem átti allt lífið fyrir höndum. Nú mun hún aldrei draga andann vegna þess að einn snillingurinn dró sinn anda aðeins of djúpt og sá ekki rauða ljósið gegnum reykinn.
Þó þér finnist félagar þínir "fúnkera flott" undir áhrifum kannabis og slævandi áhrifin ekkert sérstaklega skemmandi er það aldrei aftur tekið þegar maður sem er sæmilega "fúnkerandi" gengur frá ungu lífi.
Kannabis á að vera ólöglegt. Ég hef lifað og séð hvernig kúlturinn í kringum þetta er og þetta er alltaf prómóterað sem svo saklaus upplifun og ekkert mál af fólki sem selur og neytir. En raunveruleikinn er bara annar, sama hvað litli anarkistinn með jónuna segir.....
Sveinn (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 03:58
Það sem fólk áttar sig oft ekki á í þessari umræðu er að það gerir bókstaflega ekkert gott að halda uppi bannstefnu gegn neytendum, þeirra sem stunda sína hrikalegu glæpi sem eru þó án fórnalamba. Lítið bara á hvernig Holland og Portúgal nálgast sín ólöglegu vímuefni: Kannabis er ekki opinberlega löglegt í Hollandi, en ekkert er gert gegn því, og það í bland við forvarnir hefur valdið því að kannabisneysla unglinga er með því lægra sem finnst hjá vestrænum þjóðum.
Í Portúgal er engin bannstefna heldur. Þótt það megi ekki selja ólögleg vímuefni, þá er neysla og að hafa á sér neysluskammta ekki ólögleg og það versta sem getur verið gert við neytendur er að skammturinn er tekinn af þeim og/eða þeir settir í meðferð. Þetta hefur einnig valdið því að neysla unglinga hefur minnkað, glæpir tengdir ólöglegum vímefnum fækkað og sömuleiðis með HIV smitanir.
Ef þið hatið kannabis og viljið koma höggi á neyslu og seljendur, þá er auðvitað lógískara að vilja fara þessar leiðir, en það getur verið erfitt að yfirvinna þau tilfinningalegu rök sín að bann = minni neysla, eitthvað sem engin óháð gögn styðja. Stríðið gegn ólöglegum vímuefnum er stríð gegn fólki.
Hversu skaðlegt kannabis og önnur vímuefni geta verið skiptir einfaldlega ekki máli í þessu samhengi (þótt kannabis sé augljóslega skaðminna en áfengi, skoði maður óháð gögn), við ættum frekar að hugsa um hversu skaðleg bannstefnan er, enda er það hún sem ýtir undir glæpi. Vímuefnaneysla er heilbrigðisvandamál og á að vera unnið gegn sem slíkri, ekki sem glæpur.
Svo er líka ömurlegt að sjá hvernig fólk vinnur gegn hvoru öðru og uppnefnir í þessari umræðu. Þeir sem vilja lögleiðingu eru ekki allir hasshausar (takið eftir hvernig fólk kallar oft kannabisneytendur “hasshausa”, þrátt fyrir að meirihluti þeirra reykir hvorki hass né séu háðir kannabisi) og þeir sem eru gegn því eru ekki allir “heimskir”. Sömuleiðis er það rökvilla að halda að persónuleg reynsla sé æðri vísindalegum rannsóknum og gögnum, og þetta segi ég við bæði lögleiðingarsinna og bannstefnusinna.
Benedikt (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.