11.2.2013 | 19:42
Samkvæmt Sánkti Malachy frá Armagh er sá næsti sá seinasti
"In persecutione extrema S.R.E. sedebit Petrus Romanus, qui pascet oves in multis tribulationibus: quibus transactis civitas septicollis diruetur, & Judex tremêdus judicabit populum suum. Finis."
Undir yfirgengilegum ofsóknum verður í sæti hinnar heilögu Rómversku kirkju Pétur nokkur Rómverji, sem mun næra kindurnar gegnum margar þrautir, að loknum þeim verður borg hinna sjö hæða lögð í rúst, og hinn ógurlegi dómari mun dæma sitt fólk.
Eða eitthvað í þá veruna.
http://www.catholic-pages.com/grabbag/malachy.asp
Hvað sem Malachy segir, þá erum við vissulega uppi á áhugaverðum tíma.
Páfinn segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það er óviðeigandi að páfinn sé frá þessu landi, sérstaklega þar sem hann er þar að auki með þessa fortíð. Nógu slæmt að hafa ESB hér. Því verður líka kippt burtu, alla vega í núverandi mynd, og það sjá æðri máttarvöld en páfinn um það.
Not kidding (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 01:45
Misskiljist ekki sem svo að hér tali einhver kaþólikki. En því miður er þorri heimsins það illa menntaður og lítt fær um gagnrýna hugsun að hann lítur upp til meintra "fyrirmanna" og af sálfræðilegum ástæðum sem hafa annars alvarlegar afleiðingar fyrir framtíðina er óæskilegt fyrirmenn þessir séu táknmyndir, vegna fortíðar sinnar og sögulegra tengsla, fyrir mestu mistök mannkynsins. Mér var létt að vita að þessi maður væri á förum og fagna því og vona, óupplýsts almúgans vegna, að meira viðeigandi maður komi í hans stað, fyrst þessi stofnun þarf ennþá að vera til.
Not kidding (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 01:48
Það verður fagnaðarefni mikið á næstum árum að sjá valdajafnvægið í heiminum breytast og misgjörðarmennina missa tökin á heiminum. Ljósið rennur upp í austrinu og vestur í Ameríku verður einnig til alveg ný þjóð, knúin af krafti sem hefur aldrei verið þar áður. Þá fellur gamla elítan, kóngarnir (en allar aðals- og konungsættir Evrópu vill svo til eru líka upprunnar frá Þýskalandi, þó þær skreyti sig með samsæriskenningum um eitthvað merkilegra) og páfinn, og ófrelsinu og óréttlætinu verður úthýst.
Not kidding (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.