Bók mánaðarins: Meistari hinna Blindu

Einhver Elí Freysson skrifaði þetta.

Ekki heyrt neitt um hann.  Kannski vegna þess að í þessari bók hans er engin þunglind lögga, kynferðisglæpamaður eða sérvitur gömul kelling.

Þú verður að hafa þessar persónur, og engar aðrar, annars kaupir fólk þetta ekki. 

En hvað um það:

Bókin er skrifuð í afar sérkennilegum stíl - eitthvað sem þið verðið bara að lesa til að sjá.  Allar... persónurnar tala svolítið... skrykkjótt... stundum... og sumar línurnar eru eins og klaufaleg þýðing úr ensku.

Ekkert alvarlegt, bara spes. 

Sagan fjallar um gaur sem rankar við sér í rústum bæjar sem nýlega hefur verið lagður í rúst, og byrjar strax að lenda í hinum ferlegustu ævintýrum.  Fyrst fer hann úr þessum rústum, í aðrar rústir, svo í eyðimörk fulla af vampýrum, þaðan fer hann í borg sem er svo full af glæpaklíkum að '90ies gangster týpurnar hefðu fengið taugaáfall, og svo endar hann í Minas Tirith ripoff pleisinu...

Þetta er svona eins og ef Lord of the Rings fjallaði um lífið í Mordor, og ekkert annað.  Fyrst er þetta eins og að lesa lýsingu á einum af þessum quest tölvuleikjum - svo mjög svo að ég beið bara eftir að aðal gaurinn levelaði upp.

Það gerðist ekki. 

Þetta er algjör gullnáma fyrir nörda.

Þessi stelur frá öllum: Tolkien, Pitch Black, Predator, og örugglega Godfrey Ho.  Hvað er ekki til að líka?

Reyndar verður bókin frekar langdregin þegar hann kemur í klíkuborgina, vegna þess að klíkurnar eru allt of margar og draugleiðinlegar.

Leiður á Arnaldi og öllum þunglyndu löggunum og kynferðisglæpamönnunum?  Tékkið þá á Meistara hinna Blindu.  Hún sker sig úr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband