Sæstrengur... fyrir rafmagn... til Evrópu?

Einhverntíma fyrir langa löngu, segjum svona 15-20 árum, heyrði ég af fyrirbæri sem er í daglegu máli stundum kallað "orkutap."

Þá meina ég, af mönnum sem spjalla saman um svona hluti.

Orkutap á sér stað þegar maður flytur rafmagn um strengi, og ku vera því meira eftir því sem strengurinn er lengri.

Nú grunar mig að orkutapið í streng sem næði héðan frá Íslandi yfir í nálægasta land, eða Færeyjar, væri þvílíkur að það væri vitrænna að reisa bara nokkrar vindmillur í Færeyjum í staðinn.

Ef strengurinn á svo að ná til meginlands evrópu, þá verður nú ansi lítið eftir af allri orkunni á leiðarenda.  Ekki er mér fulljóst hve mikið tapið verður, en það verður mikið.  Tapið er meira en 1% bara ofan af hálendi til byggða.

Geta þessir peyjar þarna í Evrópu í alvöru ekki hugsað sér að smíða bara kjarnorkuver? 


mbl.is Ísland ekki sambærilegt við Noreg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir halda að tapið verði um 3-5% en þetta yrði með lengstu rafstrengjum í heimi og áhættan því talsverð. Fjárfestingin yrði gífurleg því leggja þyrfti landlínur líka 

Það eru allir sammál um að ef strengur verði lagður þá muni raforkuverð til almennings á Íslandi  hækka - svo hvar er þjóðhagslega hagkvæmnin?

Grímur (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 10:53

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er engin hagkvæmni. Og þeir ljæuga þessu með 3-5% orkutapið. Þeir verða heppnir ef tapið verður bara 20%.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2013 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband