23.3.2013 | 20:03
Brussel er í Vallóníu
Ástæða þess að flæmskir þjóðernissinnar eru að velta þessari hugmynd upp er að Flæmingjar vinna alla vinnuna og borga allan skattinn, á meða Vallónar eru meira og minna á bótum.
Ég kom einu sinni til Brussel, stutt, og ráfaði aðeins um.
Staðurinn er eins og öskuhaugur.
Brussel verði sjálfstætt borgríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það lítur út fyrir að flytja eigi spillta Vadikan-klerkaríkið til Brussel? Það kemur mér ekkert á óvart. Það gilda sömu mannréttindabrota-reglurnar í báðum þessum fílabeins-turnum spilltra og siðblindra "höfðingja"!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2013 kl. 20:14
Páfinn í Brussel? Nah. Hefuru séð staðinn?
Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2013 kl. 23:19
Hjartanlega sammala. Brussel er andstyggilegasta borg Evropu af theim sem eg hef sed. Nokkrar borgir i Frakklandi koma thar fast a eftir asamt Akureyri se hun tekin med.
TB (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 05:29
Í sambandi við andstyggilegar borgir, þá má ekki gleyma Reykjavík. Útlendur vinur minn kom fyrir stuttu í heimsókn til Íslands. Hann hefur víða komið, bæði í Evrópu, Asíu og Norður og Suður Ameríku.
Honum fannst Reykjavík ljótasta og sóðarlegasta höfuðborgin sem hann hefur komið til. Hann gisti fyrstu nóttina á gistihúsi Hjálpræðishersins í miðbæ Reykjavíkur. Hann var hæstánægður með gistihúsið, en þegar hann kom út klukkan sjö á sunnudagsmorgun varð hann orðlaus. Hann hafði aldrei fyrr séð slíkan sóðaskap og ljóta umgengni í borg í landi sem er talið þokkalega þróað.
óli (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 14:04
Það eru til sóðaleg hverfi í Brussel eins og víðast hvar annars staðar, meira að segja í Reykjavík og jafnvel á Akureyri. En Brussel er samt ekki í Vallóníu. Brussel er eigið fylki, tvítyngt en aðallega frönskumælandi. Hið flæmsku- eða eiginlega hollenskumælandi Flandern (eða Flæmingjaland) er allt um kring og 10 km sunnar er svo hin frönskumælandi Vallónía. Brussel er svo um leið ein fallegasta og áhugaverðasta borg í heimi.
Sæmundur G. Halldórsson , 24.3.2013 kl. 19:34
Lille er skárri. Þó er þar megn hlandlykt í sumum skuggasundunum. Ekkert á borð við það sem finnst í miðborg Kaupmannahafnar þó - við Vesterbrogade og þar... úff.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.3.2013 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.