Ég hef ekki heyrt neitt gott um þennan sjóð undanfarin 5 ár.

Miðað við það sem ég hef heyrt er hann ekki að fara að fá neina peninga fyrir þessar 700+ íbúðir sem hann er að yfirtaka.

Engin innkoma = enginn peningur.

Bara eignir.  Og að eiga eign kallar á fasteignagjöld og viðhald.  Útgjöld, semsagt. 

Það væri praktískara fyrir sjóðinn að leigja fólki allt þetta húsnæði gegn bara fasteignagjaldinu en að hafa þær auðar.  Það er enn tap, en ekki jafn ört.

Það er eitthvað spúkí við þetta.  Það er örugglega eitthvað 2007-reglugerða-dæmi sem er að valda þessu.


mbl.is Tap Íbúðalánasjóðs 8 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði átt að gera gagngerar breytinga á sjóðnum strax

T.d. henda út þessari stjórn sem ekki getur einu sinni ráðið forstjóra og BANNA sjóðnum að vera stunda fjárglæfraviðskipti með þá miljarað sem þeim er skipað að eiga í varasjóð en samt er sjóðurinn gullbaktryggður af ríkinu (okkur) svo tilgangurinn með varasjóðnum?????

og hvað hefur núvernadi ríkisstjórn gert? Hún er einsog mosavaxinn traktor út í móa ryðgaður og engum til gagns.

Grímur (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 17:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2013 kl. 02:49

3 Smámynd: Landfari

Svo eru til menn sem halda að þeir sem lána verðtryggð lán séu gulltryggðir í bak og fyrir, með belti og axlabönd, og geti ekki tapað. Segja fullum fetum að sá sem lánar taki enga áhættu ef um verðtryggð lán sé að ræða.

Ekki er öll vitleysan eins segi ég nú bara.

Landfari, 27.3.2013 kl. 09:18

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessir gaurar ofmeta eignirnar sem þeir lána fyrir - að því er virðist viljandi. Svo þegar verðtryggingin hækkar lánin sem þeir gáfu út umfram virði eignanna sem lánað er úta, þá líta þeir svo á að það sé komið nýtt ruanvirði eignarinnar.

Þeir falla í kapítalisma að eilífu.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.3.2013 kl. 17:59

5 Smámynd: Landfari

Eignir voru vissulega ofmetnar hér árið 2007 en það var ekki Íbúðalánasjóður sem það erði heldur markaðurinn með fasteignasala í broddi fylkingar, bakkaðir upp að bönkunum sem lánuðu ótakmarkað fé í fasteignir.

Íbúðalánasjóður var hinsvegar með 18 og 20 milljóna hámark á sínum lánum þannig að þessi gagnrýni þín á Íbúðalánasjóð finnst mér ekki makleg.

Landfari, 29.3.2013 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband