Þeir eru 1/5 af mannkyni - svona cirka

Sem þýðir að þeir standa sig mjög illa í auðsöfnun.

En:

Þjóðir eins og Rúanda, Nepal og Bangladess gætu útrýmt fátækt á næstu tuttugu árum.

Með áherzlu á "gætu." 

 MDI vísar í mælikvarða til greiningar á fátækt sem tekur fleiri atriði með í reikninginn en tekjur til að ná utan um fátæktarviðmið, m.a. næringu og menntun. Vísitalan kallast „The Multidimensional Poverty Index (MPI)“ og hefur verið þróuð af Oxford háskólanum og UNDP, Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. 

Greining á fátækt með MDI viðmiðum staðfestir að sárafátækt er á hröðu undanhaldi í heiminum.

Sem er á skjön við allar þessar Maltúsísku spár sem allir apa hver eftir öðrum, og frasann: "ríkir verða ræikari og þeir fátæku fátækari" sem er reyndar lógískt ómögulegur, því hvernig er hægt að vera fátækari en sá sem á ekki einu sinni sjálfan sig? (Það gerist.) 

Þau atriði sem MDI útreikningar á fátækt byggjast á eru næring, barnadauði, árafjöldi og viðvera í skóla, orkugjafar til eldunar, vatn, hreinlæti, aðgengi að rafmangi og gólfefni

Árafjöldi?  Nú þurfiði að skýra betur.  Varla eru það árar, eins og púkar.  Og ekki fæ ég séð hvernig fólk eignast ár, nema um sé að ræða vatnsföll... .

 40% fáækra í Indlandi

Það vantar eitthvað þarna. 

Rannsóknin leiddi í ljós að 1,6 milljarður manna býr við „fjölvíða“ fátækt.

Ha?  Hvað er "fjölvídd?" 

Fátækasti milljarðurinn býr í 100 löndum. [...] Skýrslan sýnir líka að 9.5% af þessum milljarði býr í þróuðum ríkjum, í efri hluta meðaltekjuríkja.

Það er alveg sama hversu fullkomið samfélagið er, alltaf tekst einhverjum að koma sér fyrir í ræsinu. 

 „Eins og fátækt fólk um allan heim segir þá er fátækt er meira en peningar - það er heilsuleysi, mataróöryggi, það er að hafa ekki vinnu, eða upplifa ofbeldi og niðurlægingu, hafa ekki aðgang að heilsugæslu, rafmagni, eða góðu húsnæði,“ segir Sabina Alkire prófessor við Oxford háskóla 

 Að eiga peninga en geta ekki keypt neitt því það er ekkert til að kaupa?  Það er hæsta stig sósíalisma.  Spyrjið bara einhvern sem hefur búið í Sovétinu.


mbl.is 40% fátækasta fólks heims býr í Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband