28.3.2013 | 21:39
Af hverju má þessi kofi ekki vera þarna?
Og ekkert kjaftæði um einhver skipulagslög.
Öllum er drullusama um lög. Þau eru brotin hægri vinstri af öllum eftir hentugleikum hvort eð er.
Ef þeir vilja ekki brjóta þau - breytið þeim þá bara. Það er alltaf gert þegar menn í æðri stöðum nenna ekki að fara að gildandi lögum og vilja vera löglegir, formsins vegna.
Þetta þarf ekki að vera flókið.
Þetta er bara rugl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Vegna þess að hann er hundljótur og fer afar illa á þessum stað. Hann er eins og varta á nefi fegurðardrottningar, eða formaður bygginganefndar kofans í hópi gítarleikara.
Þorri (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 22:05
Já segðu Ásgrímur það er ótrúlegt hvernig sumir láta í þessu máli og ef þessi andstaða er eingöngu komin til vegna þess að Árni Jonsen er Sjálfstæðismaður þá erum við með stóran hóp af fólki sem er óþroskaður og máli mínu til stuðnings er þessi athugasemd frá Þorrra þar sem hann talar um að byggingin sé eins og varta á nefi eða eigi ekki heima í umhverfinu...
Þessi Þorláksbúð er komin og ekkert annað að gera í stöðunni en að njóta hennar, njóta því eins og Árni J. segir þá er allt handgert...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.3.2013 kl. 08:50
Setja bara jarðýtu á þetta þá er málið búið.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 29.3.2013 kl. 09:58
Það er með ólíkindum hvað fólk getur endalaust vælt yfir þessari Þorláksbúð og fæstir með betri rökum en Þorri hér að að ofan.
Guðmundur vill leysa málið með jarðýtu en gleymir að tilgreina hvorn kofann hann jafna út. Nema hann eigi við þá báða svo menn geti endanlega hætt að rífast um þetta mál.
Landfari, 29.3.2013 kl. 10:41
Sumir virðast líta á öll mannanna verk sem lýti á umhverfinu.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.3.2013 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.