30.3.2013 | 03:18
Ég sé Hitler ekki þarna, hvað kemur til?
Dauðinn mætti mér um daginn
sagði daga mína talda
ég hélt það hlyti að vera maginn
og reyndi í mó að malda
En Dauðinn hélt nú síður
Hann sagði "Hitler bíður"
það leist mér illa á
að lenda þeim stað á
svo upp í strætó stigum
og ókum upp til himna
á hraða ógurlegum
ókum yfir lykla Pétur
og brutumst gegnum hliðið
enginn gæti betur
ætt þannig frammá sviðið
Á móti tók mergð manna:
Adolf Hitler, Santa Anna
Gein, Reinhard, Stalin
Maó, Francó, Lenín
Bundy, Dahmer, Guevara
hverjir fleiri, kann ekki að svara.
Þetta þóttu mér mikil undur,
og ég spurði Dauðann eins:
er ég svona mikill hundur?
Er ég til svo mikils meins?
Dauðinn hann varð mikil hryggðarmynd,
hann sagði mig sekan um ferlega synd,
hann sagðist telja það mesta viðbjóð
að semja svona lélegt ljóð.
Vel tekið á móti Chavez | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.