Þarf bara að vera svona stór!

Já... það er ágætt að þeir skuli vera búnir að ákveða hve umfangsmikill þessi bíll þeirra á að vera.  Þeir eru þá með forgangsröðina rétta.

Rússneskar limmósínur hafa alltaf verið stærstu fólksbílar á jörðinni.

Zil var bara trukkagrind með aðeins annarri yfirbyggingu, og 460 Ford mótor, grunar mig.  Það var 7.7 lítra vél.  Hörku-kaggi.  Trukka aksturseiginleikar, trukka snerpa.

Svo var Chaika... það var 1955 módel Packard V-8 undir húddinu á þeim bíl þangað til þeir hættu að framleiða þá, ca 1980, með 1960 módel Chrysler sjálfskiftingu - með tökkum.  Þið sem hafið séð Top Gear gæti fattað hvað ég meina.

Það væri mjög í takt við gamla daga að gera bara eins og var gert þá: stela bara beint einhverri hönnun.

Ég mæli með 1979 Lincoln Continental.  Þeir þurfa bara að tjúna vélina upp í svona 500 hestöfl, lagfæra aðeins fjöðrunina og stýrismekanismann, og þá geta þeir logið því að fólki að þetta sé ekkert sami hluturinn. 


mbl.is Pútín vill nýja rússneska limúsínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband