8.4.2013 | 19:13
Færri í bíl?
Skilgreiningin á "slys", eins og ég lærði það í denn, var þegar einhver slasast. Annars er það bara "óhapp."
Svo færri hljóta að vera í hverjum bíl, að meðaltali.
Þar segir að orsök slysanna fyrstu þrjá mánuði ársins megi í langflestum tilfellum rekja til hegðunar ökumanna.
No shit, Sherlock.
Þá kemur fram, að flest slysin, eða 28, hafi orðið vegna útafaksturs þar sem ökutæki valt eða var ekið á staur. Næstflest þeirra mátti rekja til of stutts bils milli bifreiða, eða 15 talsins. Samanlagt urðu því rétt tæplega helmingur allra slysa vegna útafaksturs eða aftanákeyrslu.
Í 15 tilvikum hafi mátt að hluta til rekja orsök slysa til hálku, þar af 12 í tengslum við útafakstur. Níu slys voru rakin til ölvunar ökumanns og þrjú til þess að ökumaður sofnaði við akstur. Eitt slys var rakið til farsímanotkunar ökumanns.
Það er af sem áður var, þegar "hraða" var kennt um allt. Magnað nývirki það.
Fleiri slys en færri slasaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.