Þá er Ísland staðurinn fyrir þá

Hér er nefnilega engin frjálshyggja, og hefur aldrei verið.

Regnboginn hafnar ofurtrú á frjálshyggjunni og markaðssamfélaginu sem leitt hefur af sér fákeppni

Það er ekki frjálshyggju að kenna að hér er fákeppni, þvert á móti. 

og vaxandi vægi efnahagslega ósjálfbærra stórfyrirtækja á kostnað raunverulegs framtaks og þróunar og nýsköpunarstarfs í íslensku atvinnulífi.

Vita þeir einusinni hvað orðið "frjálshyggja" þýðir?  Mig fer að gruna að svo sé ekki.

„Við teljum að blandað hagkerfi opinbers rekstrar og einkarekstrar smárra rekstrareininga sé farsælla en sú endurreisn fárra markaðsráðandi fyrirtækja sem hefur átt sér stað frá hruni.“

Ha?  Í hvaða heimi voru þessir?  Við erum þegar með blandað hagkerfi opinbers rekstrar og smárra reksttrareininga.  Það heitir "íslenskur landbúnaður."

Að auki erum við með blandað kerfi opinbers rekstrar og fárra markaðsráðandi fyrirtækja. 

Nei, ég hef strax illan bifur á þessum.  Ég held að þetta séu asnar.

 


mbl.is Regnboginn hafnar ofurtrú á frjálshyggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi aldrei kjósa þennan flokk. Þvílíkur hópur öfgamanna og kjána.

Margret S (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 21:51

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hér virðist vera enn ein uppskriftin af sömu sósíalista-súpunni, ... enn ein ný uppsuða af sömu gömlu hérabeinunum, - (eins og í sögunni góðu.) ! Eða er kannske réttara að segja; - sami grautur, en bara í annari skál.

Tryggvi Helgason, 12.4.2013 kl. 23:38

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mér sýnist að þeir sem hér tala séu vitleysingarnir.

Eitt af vandamálum almennings er vandamál neytandans. það stafar af þeirri fákeppni sem ríkir á íslenskum markaði á flestum sviðum. Stóru markaðsráðandi fyrirtækin eru staðin reglulega að samráði og eru dæmd til sekta sem þau snýta út úr neytandanum. 

Þessu þarf að breyta. Það þarf að koma á ábyrgð stjórnenda gagnvart þeim lögbrotum sem þeir fremja í starfi. Skapa betri aðstæður fyrir minni fyrirtæki. 

Ég sé ekkert öfgafullt við þetta. Íslenskur almenningur er orðin leiður á þessu fokki sem viðgengst stöðugt í íslenskum viðskiptum og svona kjánum sem tala fyrir þessari vitleysu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2013 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband