Költ-líderinn Breivik

"Anders Behring Breivik stefnir hraðbyri í að verða „költ“ fyrirmynd. Þessu varaði verjandi hans, Geir Lippestad, við í dag."

Kannski kannski.  Eins og Charles Manson, þá?  Hver veit? 

"Hann ítrekaði þó um leið að hægri öfgamenn hafi rétt á að tjá sig og sagði besta vopni gegn hatursáróðri Breiviks vera opna umræðu."

Er Breivik hægrimaður?  Ég hélt hann væris nazisti.

„Ég hef miklar áhyggjur af því að ég fæ stöðugt þau skilaboð frá umheiminum að Breivik sé að verða költ fyrirmynd í ákveðnum kreðsum,“ skrifar Lippestad 

Gæti gerst.  Hann er aktífur, fólk er svolítið hrifið af aktífu fólki - horfið bara til miðalda, allir sem við munum eftir fræa þeim tíma eru gaurar sem gerðu eitthvað.  Hvað sem er. 

"Hugmyndafræði sína birti Breivik á netinu stuttu fyrir morðin í 1.500 blaðsíðna stefnuskrá þar sem hann rekur m.a. fyrirlitningu sína á múslímum, konum og frjálslyndum fjölmenningarsinnum."

Ekki nenni ég að lesa 1500 síðna manifestó.  Ég held ég bíði bara eftir bíómyndinni.

"„Það er fullt af fólki sem er reitt, sem er fyllt vonleysi yfir aðstæðum sínum og sem skortir grundvallarmenntun og réttu tækin í hendurnar sem myndu undir eðlilegum kringumstæðum grafa undan trú þeirra á ofbeldi og alræðisstjórn.“ 

Al Kæda bauð einu sinni slíku fólki samastað.  Veit ekki hvort þau samtök eru eitthvað lengur, en við munum öll þeirra góðu verk.

„Lausnin er ekki að banna, heldur að styðja við mótrökin sem eru svo sterk að öfgahugmyndir verða beygðar í duftið.“ 

Lausnin er ekki að banna, því bann gerir þetta bara meira spennandi og fjölgar áhangendum hraðar ef eitthvað er, - en - það hlustar heldur enginn á mótrök.  Eða nokkur rök.  Fólk tekur bara það sem því finnst hljóma flottar. 


mbl.is Breivik verður „költ“ fyrirmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband