19.4.2013 | 16:44
Já, á sama tíma og tekst að fá fólk til að hætta að bora í nefið
"Ísland er ákveðið í því að útrýma elstu atvinnugrein í heimi. Mun það takast?"
Stutt svar: nei.
Hér áður fyrr tíðkaðist að láta sem vændi væri einfaldlega ekki til. Það sýnist mér vera betri hugmynd, reyndar.
"Ekkert land í heiminum hefur tekist að ná fullri stjórn á viðskiptum með kynlíf, hvorki með lagasetningu né refsingum. En um allan heim, sérstaklega í ríkumlýðræðisríkjum, fylgjast stjórnvöld með því hvort Íslandi tekst að gera þetta, með það í huga að fylgja fordæmi þeirra, segir í greininni."
Sem er frekar uggvekjandi. Varla ætla þau að reyna að apa þessa vitleysu eftir okkur?
"Í greininni segir að engin feimni ríki á Íslandi gagnvart umræðu um kynlíf."
En því skal breyta, með hörðu!
"Heimildarmynd um kynlíf hafi nýlega verið sýnd í skólum."
Klámmynd!
"Öflug feminsta-hreyfing sé á Íslandi"
Já, í smabandi við það... hvar á maður eiginlega að byrja? Ja... ég myndi ekki mæla með því fyrir útlenda menn að kynna sig sem femínista hér, ef þeir vilja vera teknir alvarlega.
Það er arfleifð íslenskra feminista.
"Haft er eftir Helga Gunnlaugssyni prófessor í félagsfræði og afbrotafræði, grunur leiki á að staðirnir hafi tengst vændi og fíkniefnaviðskiptum,"
Nornaveiðar.
"Um 20 menn hafi verið kærðir fyrir að kaupa vænd"
Hver kærði? Borguðu þeir ekki eða hvað?
![]() |
Tekst Íslandi að útrýma vændi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
aumingja vændiskonurnar.
eina sem þetta gerir er að senda vændisstarfsemina dýpra í undirheima.. með öllu því ógeði sem þar finnst.
held sé nær að horfa til amsterdam með lausnir.
núna munum við sjá fleiri nauðuga kynlífsþræla t,d.
sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 17:16
"Life will find a way"
Ásgrímur Hartmannsson, 19.4.2013 kl. 17:46
Sem betur fer mun aldrei takast að útrýma klámi. Nær væri að lögleiða það, eins og í Þýskalandi og láta vændiskonurnar greiða skatt, eins og aðra. Hvað dettur Ögmundi næst í hug? Banna neyzlu áfengis í hvaða formi sem er. Forræðishyggja er ekki það, sem þjóðin þarf. Það er einkennileg þróun, að allt í lagi sé að sýna hrottafullar ofbeldismyndir í sjónvarpinu, en það má ekki sjást berbrjósta kona eða stúlka í stuttu pilsi. Þá ætlar allt um koll að keyra.
Stebbi (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.