24.4.2013 | 16:16
Hvað er svona flókið við hann?
"Starfshópur sem Katrín fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði um skattamál fyrirtækja, hefur skilað áfangaskýrslu."
Aha...
"fjármála- og efnahagsráðherra"
Hver er munurinn á fjármálum og efnahag? Og af hverju grunar mig að þetta "og" kosti okkur amk 40 milljónir?
"Hlutverk hópsins er að leita leiða til einföldunar í skattframkvæmd gagnvart fyrirtækjum og sníða af mögulega vankanta í framkvæmd en hvorki að auka verulega né draga úr tekjum ríkissjóðs."
Ha?
"Meðal hugmynda sem hópurinn leggur til að verði skoðaðar er samræmd framkvæmd vegna fjármagnstekjuskatts, samsköttun félaga, ívilnanir nýsköpunarfyrirtækja, samræmingu í innheimtu skatta, skilgreiningar á ýmsum grunnhugtökum, einföldun og samræming á virðisaukaskatti, endurskoðun á vörugjöldum og endurskoðun á reglum um gengishagnað og gengistap."
Jæja...
"skilgreiningar á ýmsum grunnhugtökum"
Nei nei, alveg óþarfi. Ef þið skiljið ekki orðin, þá getiði lagt hvaða merkingu í þau sem þið viljið.
"Þá er lagt til að stofnaður verði formlegur samráðsvettvangur um skattamál atvinnulífsins.""
Hljómar dýrt.
"Leggur hópurinn til fækkun þrepa og fækkun undanþága í virðisaukaskattskerfinu."
Ég sé einhvernvegin að þetta muni leiða til fleiri þrepa og fjölgunar undanþága.
Þá er bent á að vörugjöld og sykurskattur séu flókin og skapi ákveðna hættu á mismunun.
Hvernig er sykurskattur flókinn? Leggst hann kannski á olíu líka?
Vörugjöld eru hinsvegar flókin og torræð, enda gerð með það í huga.
"Svipað er upp á teningnum þegar kemur að tvítollun sem á sér stað á fatnað. "
Ég er ekkert viss um að þessi setning sé á íslensku:
1: "svipað er uppi á teningnum" - what?
2: "þegar kemur að tvítollun sem á sér stað á fatnað." - to jest najwiÄ™ksza kupa gówna widziaÅ‚em.
Sko: "þegar kemur að" - þegar hver eða hvað kemur að? Ég? Þú? Kötturinn Brandur?
"Á sér stað á fatnað" - fatnaði. Með I-i. og afgangurinn er rangur líka, einhvernvegin, er ég viss um.
Fyrir liggur að vörur fluttar frá ríkjunum utan EES gegnum milliliði í aðildarríkjum ESB fá á sig tvöfaldan toll, þ.e. fyrst inn á ESB svæðið og síðan aftur við innflutning til Íslands."
Hvaða hálfvita er um að kenna?
Sykurskatturinn flókinn og gæti mismunað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.