6.5.2013 | 20:26
Já, það vissu allir hvernig hún endaði...
Annars:
Skýrsla endurskoðanda Deloitte sem send var Exista og hún svo notuð sem staðfesting á hlutafjárhækkun félagsins
Hvernig gátu þeir það ef enginn las hana? Þeir hefðu alveg eins geta notað gamal Andrés blað.
Misskilnings gætti um efni hennar og form.
Misskilningur? Uhm... nei. Það er ekki misskilningur fyrr en eftir að búið er að lesa/heyra hvað það nú er.
Ég get til dæmis ekki byrjað að misskilja Kóraninn fyrr en ég les hann. Þar áður er enginn skilningur, og enginn misskilningur.
Lýð, [...] er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið gegn ákvæðum um greiðslu hlutafjár
Lýður, [...] er sakaður um að hafa vísvitandi brotið ákvæði um greiðslu hlutafjár
Stíll, sko.
forsvarsmenn Exista hafa leitað til Deloitte til að gera sérfræðiskýrslu en slík skýrsla er áskilin samkvæmt hlutafélagalögum þegar kemur að hlutafjáraukningu félaga.
Og hvað þýðir þetta svo?
Verðmatið var sent Exista en í formi skýrslu og í raun í formi sérfræðiskýrslu.
Hard Core Bírókratía hér á ferð.
Um leið og skýrslan barst var hún send með tilkynningu til fyrirtækjaskráningar um hlutafjáraukninguna, og þá sem sérfræðiskýrsla.
Hét hún nokkuð eyðublað 848?
Hilmar sagðist telja að skýrslan sem hann sendi Exista yrði aðeins notuð til staðfestingar við stjórn Exista á verðmati Kvekks og Exista.
Aftur, hvað þýðir þetta?
Útlitið hefði hins vegar ekki átt að skipta máli þar sem texti skýrslunnar bendi ekki til þess að um sérfræðiskýrslu hafi verið að ræða.
Þessir gaurar sitja inni í dimmum kompum og sóa pappír.
Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa lesið yfir efni skýrslunnar
Svo hann er bara nóboddý?
Þá sagði Bjarnfreður að starfsmenn fyrirtækjaskráningar hefðu brugðist hlutverki sínu en þeir skráðu hlutafjáraukninguna án þess að gera nokkrar athugasemdir.
Er það ekki það sem þeir gera? Ekki fæ ég séð að nokkur maður endist lengi við að lesa þrautfúlar skýrzlur sem enginn veit hvort eru sérfræði, venjulegar eða með extra osti, án þess að snappa á endanum og fremja földamorð vopnaðir Macbook Pro.
Sendingin hafi verið í fullkomnu samræmi við hefðbundnar sendingar endurskoðenda þegar kemur að hlutafjáraukningu félaga.
Sendingin hafi verið í fullkomnu samræmi við hefðbundnar sendingar endurskoðenda um hlutafjáraukningu félaga.
Stíll, motherfucker.
Bogi Pálsson sem sat í stjórn Exista á umræddum tíma gaf einnig skýrslu.
Veit einhver hvers eðlis sú skýrzla var? Var hún sérfræði, rituð með vaxlit á notaðan bökunarpappír?
Sjitt, djöfull eru þessir endurskoðendur leiðinlegir menn.
Enginn las sérfræðiskýrsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.