Algjört söxess

Svo maður sletti.

Vilja þeir banna þetta, já.  Já, það á eftir að ganga ámóta vel og vínbannið hér í denn, eða fíkniefnalöggjöfin eins og hún leggur sig.

Hvernig gengur annars með hana?  Hér hefur fólk verið að færa sig frá áfengi yfir í eiturlyf af fjárhagsástæðum.

Það væri gaman að skoða niðurhalið í hverju landi fyrr sig sem hlutfall af fjölda 3D prentara.


mbl.is Mikill áhugi á þrívíddarprentaðri byssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyndið hvernig stjórnvöld vilja alltaf banna hluti sem fólk langar í.

En gera svo lítið til að útrýma þeim hlutum sem fæstir vilja hafa.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2013 kl. 19:55

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er spurning um völd. Ef almenningur hefur byssur er ekki eins mikil þörf á löggæzlu, sem er stórt opinbert batterí sem viðheldur völdum ríkisins.

Ef almenningur er með byssur er hætt við að mótmæli breytist í byltingu sem erfitt verður fyrir stjórnvöld að hunsa eða bæla niður.

Ef almenningur er með byssur þarf elítan að hafa áhyggjur af hvað almenningi finnst.

Þetta mál allt grefur undan valdi valdstjórnarinnar. Sem er bara jákvætt.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.5.2013 kl. 20:02

3 Smámynd: Óskar

Eg held að þessi setning sé eitthvert mesta rugl sem ég hef lesið í langan tíma " Ef almenningur hefur byssur er ekki eins mikil þörf á löggæzlu," Sennilega hefur þú fundið þessa steypu á vefsíðu NRA eða hjá einhverjum álíka fávitum. Allavega tel ég nokkuð ljóst að þú getur ekki bakkað þetta upp með rökum enda helst morðtíðni í heiminum nánast allsstaðar í hendur við almenna skotvopnaeign.

Óskar, 10.5.2013 kl. 11:23

4 identicon

Annad mjog heimskulegt i thessu er thad ad thrividdar prentarinn sjalfur kostar marg-marg falt a vid nokkrar skammbyssur. Og efni notad i thessa prentara er ekki odyrt heldur.

Thannig ad thad er ekki eins og ad Joi Jons fari ad prenta ut byssur heima i kjallara, thegar hann gaeti frekar keypt heilan kjallara fullan af byssum fyrir sama verd og thessir prentarar.

Gummi (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 17:38

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Allavega tel ég nokkuð ljóst að þú getur ekki bakkað þetta upp með rökum enda helst morðtíðni í heiminum nánast allsstaðar í hendur við almenna skotvopnaeign."

Já. Það er smá neikvæð fylgni.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.5.2013 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband