17.5.2013 | 19:56
Áhugaverðar röksemdir þarna:
Íbúar telja að um handrukkun hafi verið að ræða enda var hafnaboltakylfu m.a. beitt.
Vegna þess að hafnaboltakylfur eru oft/alltaf notaðar við handrukkanir? Er notkun slíks verkfæris skilgreiningin á handrukkun? Það vissi ég ekki.
Þetta var bara úti á götu fyrir allra augum. Það stóðu allir úti á svölum í sjokki.
Gott að vita að menn geta alltaf reitt sig á áhorf þegar verið er að berja þá.
Sjónarvottur segir að þeirra á meðal hafi verið landsþekktur handrukkari.
Þessir handrukkarar eru upp til hópa frægir menn? Eða bara tveir eða þrír? Spes.
Hann segir íbúa Seljahverfis ekki eiga að venjast svona löguðu.
Ja, þeir eru þó svo vanir svona löguðu að þeir þekkja handrukkun í sjón (að eigin sögn), og bera kennsl á einn mannanna sem að málinu koma sem frægan á því sviði.
Ég bý í svo friðsælu hverfi,
Greinilega ekki.
Blóðug handrukkun í Seljahverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þú ert nú meiri trúðurinn
Davíd (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 20:23
Er silfurskeiðastjórnin tekin til starfa?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 20:24
Í Breiðholtinu eru þúngunarprófin seld í nammibarnum. :D
Guðjón (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 21:45
Þínar röksemdir eru ekkert betri félagi, þú segir að hafnaboltakylfa notuð í barsmíðum bendi ekki ávallt til þess að um handrukkun sé að ræða, og gefur einnig í skyn um þínar efasemdir um að handrukkun hafi verið að ræða.
Síðan seinna meir þá er vísað í að einn af mönnunum væri þekktur sem landsþekktur handrukkari, og þá einfaldlega vísaru þeim staðreyndum á brott með því að gefa lítið úr þeim, í staðin fyrir að viðurkenna að þetta hafi augljóslega verið um handrukkun að ræða.
Daniel (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 09:03
Ásgrímur, þú verður að lesa.
Viðkomandi hefur búið þarna í þrjú ár og í ofanálag eru landþekktir glæpamenn oft í fjömiðlum og er nóg að nefna grunuðu morðingjana tvo, Knoll og Tott, á Litla - Hrauni.
Ekki eru þeir nú miklir fyrir menn, þeir aumingjar.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 09:06
Fyrir löngu er ég búinn að gleyma þeim félögum Knoll og Tott á hrauninu.
Hinsvegar eru hér í bænum - bara rétt hjá, slagsmál aðra hverja helgi. Og aldrei hef ég tekið eftir þeim. Samt hef ég búið hér fleiri helgar.
Það sem menn taka eftir í umhverfi sínu segir okkur ekkert um umhverfi þeirra.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.5.2013 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.