17.5.2013 | 20:16
Nei, við lemjum bara hvort annað
"Það flæðir allt í byssum á Íslandi, en samt er tíðni ofbeldisglæpa þar sem skotvopnum er beitt ein sú lægsta í heiminum.
En hvað með tíðni ofbeldisglæpa sem slíkra?
BBC segir nú frá tilraunum bandarísks laganema til að komast til botns í því hvernig á þessari þversögn stendur."
Það er ekki þversögn. "Þessi setning er sönn" er þversögn.
"Jafnvel þótt ég hafi alist upp á Nýja-Englandi þá var eitthvað nýstárlegt við að sjá íslenskan blindbyl"
Ég get gert ráð fyrir að blindbyljir séu nokkuð sjaldgæfir þar, þá.
"Í fyrsta lagi, og mögulega það sem skiptir mestu máli, er að það er nánast enginn munur milli efri stéttar, millistéttar og lágstéttar á Íslandi. Þar af leiðandi er engin spenna milli stétta, sem er fátítt í löndum heims,"
Gefðu okkur smá tíma, við erum að vinna í að breyta þessu.
"Ísland er á 15. sæti lista allra landa heims þegar kemur að fjölda löglegra skotvopna á hvern íbúa."
Sjáðu:
Ísland er á 15. sæti á lista allra landa heims yfir fjölda löglegra skotvopna á hvern íbúa.
Góður stíll gefur til kynna góða hugsun.
"Clark segir þó ekki auðvelt að verða sér úti um byssu á Íslandi, "
Kjaftæði og órar. Það er mjög auðvelt fyrir mann í réttu hugarástandi að stela einni.
"Hann bendir á að lögreglan gangi heldur ekki um með skotvopn"
Til þess að koma ekki af stað vopnakapphlaupi við glæpamenn. Og ef við skoðum útlönd, þá er lögreglan sá aðili sem síst er treystandi fyrir skotvopnum.
"miðað við víða annars staðar sé tiltölulega lítið um hörð fíkniefni á Íslandi."
Eins og?
Mig grunar að þetta sé bull í manninum. Hér virðast einmitt um 1.5% þjóðarinnar vera á mjög öflugum lyfjum.
"Eitt af því sem hann telur að kunni að skipta máli er hefð sem hann segir að sé á Íslandi fyrir því að beita forvörnum og grípa inn í þegar ákveðinn tegund glæpa fari vaxandi. "
Fréttir fyrir mér. Útskýrið endilega nánar.
Ég velti fyrir mér hvort maðurinn hefur tekið eftir hve mörg við erum? Veit hann til dæmis að það er þekkt að glæpir eru algengari í BORGUM sem hafa fleiri íbúa en milljón?
Beina byssunum ekki hver að öðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.