19.5.2013 | 00:32
Við skuldum eiginlega svolítið mikið...
"Ísland hefur náð að vinna betur á skuldastöðunni en lönd í Evrópu."
Ég finn mig knúinn til að gúgla þetta:
Skuldir ríkisins árið 2012 voru 106% af ársframleiðzlunni.
Í Bretlandi: 88%
Í Noregi: ~40%
Svíþjóð: ~38%
Á Grikklandi: 166%
Írland: 117%
Rússland 11%
Meðaltal EB landanna: 82% (munið að grikkland & írland eru í EB, togandi meðaltalið upp)
Þar höfum við það. Betri niðurstaða, segiru?
Aðspurður hvort hann telji betra að hafa farið íslensku leiðina, þar sem gjaldmiðillinn féll og kaupmáttur heimilanna í erlendri mynt minnkaði eða að halda genginu og upplifa meira atvinnuleysi segir hann Íslendinga hafa fengið betri niðurstöðu.
Þá "leið" fórum við ekki viljandi. Ef samfylkingin hefði verið eitthvað sterkari þá hefðum við tekið upp evru og lent í írsku leiðinni.
Sagði hann að hér á landi hafi velferðarmálin haldið sér nokkuð vel meðan þau lentu í mikilli skerðingu í öðrum löndum.
Þú skoðaðir þau ekki neitt, var það? Hver laug þessu að þér maður?
Hann segir að sem verkalýðsmaður viðurkenni hann alveg að sér finnist furðulegt að fólk færi sig til hægri á stjórnmálaskalanum,
Ha?
Nei. Það er ekkert að marka þennan gaur. Hann er annaðhvort einhver pólitískur útsendari, með guð veit hvaða agenda, eða bara einhver jólasveinn sem hefur gaman af að tala um hluti sem hann hefur lágmarks vit á.
Ég legg til að við gleymum honum.
Íslenska leiðin gefið betri niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Meðaltalið sem þú tekur er ekki marktækt þar sem skulir Íslands voru miklu meiri heldur en það sem þú tekur fram. Staða Grikkja og Íra var betri en Íslands 2008. Það hefur snúist við með tilstuðlan ESB
Brynjar Þór Guðmundsson, 19.5.2013 kl. 10:34
Obinberar skuldir eingöngu. Allar skuldirnar samanlagt eru astrónónómískar - en ekki sameiginlegt vandamál. (Nema vinstri stjórn komist aftur á.)
Ásgrímur Hartmannsson, 19.5.2013 kl. 18:27
Ætli framkvæmdastjóri samtaka evrópskra verkalýðsfélaga hafi heyrt talað um verðtrygginguna og þá staðreynd að það voru samtök íslenskra verkalýðsfélaga sem lögðust harðast gegn nauðsynlegri aftengingu hennar 2008.
Ætli hann telji það til fyrirmyndar að gera þriðjung heimila gjaldþrota?
Viljandi.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2013 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.