Það kvað vera fallegt í Kína, en þangað hef ég ekki komið og get ekki sagt

[Dagur B] segir að áhyggjur margra Reykvíkinga snúast um umferðina í götunni sinni.

Af hverju hafa borgarbúar áhyggjur af umferðinni? 

Margir hafi einnig áhyggjur af fastaeignaverði,

Allir landsmenn ættu að hafa áhyggjur af því - en ekki af þeirri ástæðu sem þeim dettur fyrst í hug. 

Hann sagðist halda að þetta sé í fyrsta skipti sem fulltrúar allra flokka komi að kynningu á skipulagi borgarinnar. 

Það er reyndar frekar mikið nývirki, sem ég hef aldrei áður heyrt um.  Veit ekki hvort það er nauðsynlega betra - ekki batna heimskra manna ráð þó fleiri komi saman, og allt það. 

Í drögunum er áhersla á þéttingu byggðar með það að markmiði að minnka vægi einkabílsins og auka vægi almenningssamgangna, hjólandi og gangandi.

Stórhuga menn. 

Stefnt er að því að stytta vegalengdir milli vinnu og heimilis borgarbúa.

Hvernig ætla þeir að þvinga fólk til að setjast að nær vinnunni? 

Í skipulaginu er m.a. gert ráð fyrir að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir 14 þúsund manna byggð.

Ég sé ákveðna vankanta á þessu, en líka tækifæri: 

Það væri til dæmis alveg brilljant að loka flugvellinum í RKV og setja annan upp í staðinn við Selfoss.

Þá er komin forsenda til þess að reisa nýtt sjúkrahús á Selfossi.  

Þegar komið er sjúkrahús er flott múv að færa háskólann þangað, til þess að læknadeildin geti nýtt sér sjúkrahúsið til þjálfunar. 

Skammt þar frá er Þorlákshöfn, en þar væri hægt að stækka aðeins og búa til kaupskipahöfn, sem kæmi þá í stað RKV hafnar.  Þangað flytja þeir þá Flytjanda og allt hitt.

Af þessu munu augljóslega myndast fjölmörg afleidd störf, og mun Selfoss stækka mikið - svo mikið að góð hugmynd væri að færa hringveginn þannig að hann lægi framhjá bænum, en ekki í gegnum hann, vegna þess að allt þetta fólk mun skapa mikla umferð sem fer öll í öngþveiti ef á að fara að hleypa allri umferð um suðurland þar í gegn bara fyrir hefðina.

Næsta skref væri að gera Selfoss að höfuðborg, enda mest af infrastrúktúrnum kominn þangað, og afar lítill tilgangur að fara til RKV, nema bara til að skoða. 

Væri brilljant. 

Þá er stefnt að uppbyggingu íbúðabyggðar í Elliðaárvogi og við gömlu Reykjavíkurhöfn. 

Og hver ætlar að búa þar? 

Hann segir veruleikann í dag að land borgarinnar sé illa nýtt og og byggðina mjög dreifða.

Þetta vita allir sem hafa komið til RKV, það þarf engan fræðing til. 

Nú sé verið að falla frá þeirri stefnu og þétta byggð.

Það var engin stefna.  Þetta bara gerðist. 

þar er lögð áhersla á þéttingu til vesturs.

"Þétting til vesturs" er líklega mest absúrd frasinn í öllum þessum texta.  Meira að segja með ritvillunum. 

Fjölga eigi opnum svæðum og minnka malbik. 

Var hann ekki að enda við að tala um að þétta byggðina?  Hvort vill hann, þétta byggð eða stór opin svæði?  Sjáðu RKV núna.  Hún er full af opnum svæðum.  Þess vegna er hún svo víðfeðm. 

Hann segir að heildstæð stefna um hæðir húsa muni taka mið af sögunni. Byggð muni ekki verða hærri en fimm hæðir á verndunarsvæði miðborgar. 

Og hvernig ætla þeir að þétta byggðina almennilega án háhýsa? 

Á hún kannski bara að vera smávegis þéttari? 


mbl.is Fjöldi fólks á fundi um skipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband