31.5.2013 | 20:20
Var að klára að lesa "Manifesto hægri manns"
Það kom á daginn að það er safn af blaðagreinum, skrifuðum milli 2007-2012.
Sem greinar, lesnar ein á tveggja vikna fresti er þetta allt í fína, en sem heil bók verður maður var við endurtekningar.
Ef endurtekningarnar hefðu verið teknar úr, hefði bókin styst um a.m.k. 20 blaðsíður.
Við lesturinn kemur á daginn að Óli Björn er töluvert lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn. Sem er í sjálfu sér ekki erfitt. Það eina sem þarf til þess er að efast um að ríkið sé besti aðilinn til þess að stjórna hvað peningarnir manns fara í.
Málfar undanfarinna 5 ára er svolítið pain. Á hverju ári virðast fleiri gleyma að nota smáorð, og nota í staðinn leiðinlegar fjölatkvæða ambögur eins og "þegar kemur að" og "hvað varðar."
Fólk þarf í alvöru að hætta þessu.
Ekki leiðinleg lesning samt. Gaurinn hefur alveg læsilegan stíl, ólíkt sumum verðlauna-höfundum sem ég gæti nefnt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.