1.6.2013 | 17:08
Ekki hraðar?
En við getum lært af þessu:
"Þetta er auðvitað þvert á það starf sem við stöndum fyrir. Meðal annars var það hugmyndin með þessum búnaði að tryggja að menn keyrðu í samræmi við lög og reglur."
Menn munu hegða sér eins og menn. Þetta vissi ég, enda hef ég hef lært í gegnum tíðina. Þetta munu yfirvöld aldrei fatta enda virðast þau ekki hafa vit til.
"Þá geta menn ekki síðar snúið við blaðinu og haldið að þeir geti keyrt eins og vitleysingar,
Og gerði maðurinn það? SKV fréttinni ók hann bara á kol-ólöglegum hraða. Það vitlausasta sem hann gerði var að aftengja ekki njósnabónaðinn, en honum til varnar vissi hann sennilega ekki af honum.
"starfsmaðurinn ók á 120 km hraða í Öxnadal og á 147 km hraða tæpum tveimur klukkutímum síðar nálægt Hrútafjarðará."
Ég hef séð menn aka um á 120 á upphækkuðum jeppum. This is not impressive.
"Þetta er eitthvað sem er óafsakanlegt og sýnir að menn geta ekki keyrt eins og menn þegar þeir eru í keppni en svo um leið og keppni sleppir þá sé ekkert mál að bregða út af og brjóta öll umferðarlög. Þetta bara aðför að öryggi borgaranna. Þetta er bara fáránlegt, segir Runólfur"
Nú veistu hvernig menn keyra í raun og veru. Af hverju ertu fúll út af því?
"Forsagan er sú að starfsmaðurinn fékk Mercedes Benz bifreð í eigu Öskju til reynsluaksturs eftir keppnina á leiðinni til Reykjavíkur."
Meira en 2 klukkutíma reynzluakstur! Vá. Venjulega verða umboðin pirruð eftir korter.
"Í reglum um keppnina segir: Keppendum er skylt að aka í hvívetna samkvæmt umferðarlögum og -reglum og kosta öll frávik, svosem eins og óeðlilega hægur akstur og hraðakstursbrot, refsistig sem umreiknuð verða samkvæmt reglum keppninnar í viðbótar eldsneyti sem bætist við rauneyðslu bílsins."
Ég hef svo margt við þetta að athuga:
1: óeðlilega hægur akstur í SPARAKSTURSKEPPNI? Sjá: optimum eyðzla fæst í meira en 50% tilvika við ~70 kmh, sem er óeðlilega hægur akstur á vegum með hámarkshraða 80-90, og hefur slíkt atferli valdið töluvert fleiri slysum en þessi of hraði akstur sem sífellt er verið að paranojast út af.
En til sigurs gæti hann verið nauðsyn.
2: 70 km/h er of hraður akstur þar sem hámarkshraði er 30-60...
Í hverju er verið að keppa?
"Runólfur sagði spurður að því hvort til greina kæmi að vísa manninum úr keppninni þrátt fyrir að henni hafi verið lokið - í ljósi aðstæðna - að það þyrfti að skoða. Það væri ekkert í reglunum..."
Hmm... til samanburðar... kæmi til greina að reka Dani úr júróvisjón ef það kæmi á daginn að söngkonan væri lesbía?
Já. Einfaldar keppnir þurfa vissulega flóknari reglur.
"FÍB vill hafa aukið umferðaröryggi að leiðarljósi"
Nei. Þeir vilja fara að lögum, og þeir vilja að allir fari að lögum. Umferðaröryggi er algert aukaatriði. Ef það er þá atriði.
"Menn geta ekkert skýlt sér á bak við það að þeir héldu að það væri búið að slökkva á búnaðinum, sagði Runólfur að lokum."
Hann hefur ekki verið að fylgjast með, hann Runólfur.
Starfsmaður FÍB á 147 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú ljóta ruglið, ökumaður starfsmaður FIB slapp semsagt við 180 þúsund króna sekt af því löggan var ekki að mæla, svo virðist Runólfur ekkert ætla að gera í málinu, nei svona starfsemi er ekki trúverðug lengur og væri ég í FÍB segði ég mig strax úr því.
Skarfurinn, 1.6.2013 kl. 20:05
Ég er að velta fyrir mér hvað er að gerast hjá FÍB. Getur verið að félagið sé orðið auglýsingamiðstöð, í stað þess að vera málsvari fyrir hagsmuni bíleigenda?
Eftirfarandi er athugavert:
1. Hvers vegan voru bílarnir í sparakstrinum frá jafn fáum umboðum, eða rétttara sagt umboðasamsteypum? Það vantaði fjölda margar gerðir sparneytna bíla í þessa keppni?
2. Hvers vegna er FÍB. stöðugt að klifa á háum meðalaldri bíla á íslandi. Í fyrra sögðu þeir að meðalaldurinn væri 8 ár en nú er hann allt í einu orðinn 12 ár? Eitthvað undarlegt??'
3. Fólksbílar af árgerð 1993 og yngri á Íslandi eru allir með hvarfakút, lögum samkvæmt, og því er lítill munur á mengun nýrri og eldri (nema fyrir 1993).
4. Í dag auglýsa öll umboð bíla sína mjög sparneytna. Meiri áhersla á slíkt en áður fyrr. Oft eru eyðslutölur villandi þ.e. miðaðar við kjöraðstæður sem eru langt frá almennum akstursaðstæðum. Ég á sjálfur átta ára bíl með 1600 vél og sjálfskiptingu, og hann eyðir 6 lítrum á hundraðið við kjöraðstæður. Ég efast um að sambærilegur nýr bíll sé mikið sparneytnari.
5. Sumardekkja verðkönnun FÍB í vor: Hvers vegna vantaði í þessa könnun nokkra seljendur dekkja sem eru með lægsta verðið, en dekk í ágætis gæðaflokkum. Evrópsk og Japönsk dekk á sama verði og kínadekk í lakari gæðaflokkum.?
6. Hvers vegna heyrist ekki í FÍB. varðandi tryggingamálin, þar sem fákeppni ríkir? væri ekki kominn tími á nýja Hagtryggingu (1964)?
Það er ekki þörf á að flytja helling af bílum inn í landið. Allar bílasölur eru fullar af notuðum bílum. Bílar framleiddir eftir c.a. 1998-2000 endast langt um lengur en áður var. Ég þekki ofurlítið til á Spáni. Þar er 15 ára bíll ekki talinn gamall.
óli (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 20:29
Æ dam it !!! Give the man a brake.... Ef maður kemst á svona bíl einu sinni í lífinu sem líður eins vel um vegi og eru uppfullir af orku og maður finnur akkurat ekkert fyrir hraðanum á þá hed ég að sumir hérna sem hæst heyrist í myndi gerast sekir um svipaðann hraða og játa það að ég væri ég ekki sá besti varðandi hraðatakmarkanir á svona hrikarlega góðum bíl. Ég hef átt allmarga Bensa sem maður finnur ekkert fyrir hraðanum á og skil að maður sé ekki lafandi í 90 á beinum breiðum köflum og góðum vegum,í samanburðinum við svona bíla þá verða þokkalegustu bílar að skröltu dollum.Ég veit að allavega að Bens eigendur skilja þetta í líklega kíma í sumum .ó að sá ökumaður sem keyrir kannski gamla Lödu á síðustu andardráttunum og hengslast áfram um vegi landsins með sárt rassgatið af slitnum gormumog vita heyrnarlaus eftir ólætin og garganið í farartækinu .En það er heldur betur kaldhæðni í því að mann greyið sé í þessu starfi sem er að vinna í hina áttina og berjast fyrir lágum hraða þar sem maður kemst varla úr sporunum. Bara mannleg mistök væri eðlilegt að segja....... nei rétta orðið er ekki mistök,mannveran er einfaldlega ekki heilög eða fullkomin ...sem betur fer því lífið væri litlaust í fullkomleika mannverunar :)
Riddarinn , 1.6.2013 kl. 21:31
Ég skil vel þennan Benz fíling. Það getur verið gaman að keyra hann á 140 á þýskum hraðbrautum. En eitt ber að athuga.: Vegir á Íslandi eru einfaldlega ekki hannaðir fyrir meiri hraða en 90. Og það við bestu aðstæður. Það er ekki af mannvonsku sem umferðaryfirvöld setja reglur um hámarkshraða. Punktur og Basta!!!
Svo eru flest lönd að draga úr hámarkshraða af umhverfisástæðum.
óli (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 21:43
Hámrkshraðinn er 90 til þess að menn geti borðað hamborgara undir stýri og hafi að auki svigrúm til þess að stilla útvarpið.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2013 kl. 17:16
Ég gerði nú einu sinni nýjan benz og það er svo gott að sitja í þeim og keyra þá að ég var óvart og ég meina óvart, kominn á 143 km hraða. Bara fann ekki fyrir hraðanum, enda eru Benz frábærir bílar.
jonas (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 17:22
Smá má spyrja sig af hverju það er ekki hraða"stoppari" í bílum yfirhöfuð. Af hverju er askja að flytja inn glænýja kraftmikla bíla og eru síðan fyrstir manna að klaga?
jonas (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 17:29
Það er í trukkunum hjá flytjanda. Það dregur úr hugsun, og mun mjög líklega fjölga umferðarslysum - en, við vitum öll að þetta snýst ekki um að fækka slysum.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.6.2013 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.