Glæpamenn á íslandi þurfa ekki vopn

Þeir mæta alltaf bara 2-4 saman og berja hvern þann sem þeir vilja berja.

Nú, ef þeir hyggjast berja á blásaklausu fólki þá þurfa þeir ekkert að vera mjög margir, því það er alltaf verið að tönnlast á því hve uggvænlegir og öflugir menn þetta eru.

Enn sem komið er hafa bara örfáir töffarar barið innbrotsþjófa.  Sem er mjög virðingarvert og skemmtilegt sport, vissulega.

Nú, komist glæponar í skotvopn, þá hefur nú komið í ljós að þeir kunna ekkert með slíka gripi að fara.  Sem er merkilegt, vegna þess að þetta eru mjög einföld tól og auðveld í meðförum.

En þetta eru glæpamenn.  Þeir eru jafn kunnugir og meðal þingmaður, og því vefjast einföldustu hlutir fyrir þeim.

En með herkum tækist þeim að kála hvor öðrum, það hefur reynzla annarra þjóða sýnt. 

Við skulum fagna því að ekki er mikið af vopnum á íslandi, því þá lifa blessuðu glæponarnir lengur, og geta barið fullt af fólki sem annars hefði lifað alla ævina óbarið.

Við getum ekki leyft því að gerast, er það? 


mbl.is Brutust inn til að stela vopnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband