Íslenski hesturinn er litskrúðug skepna

Hestamennska hefur nú verið við líði í tugi ára, og eins og með önnur áhugamál sem fá að grassera í friði til lengdar hefur orðið til hellingur af orðum sem einungis hestamenn nota, til þess að skiljast ekki.

Eins og í öllum öðrum löndum eru íslenskir hestar til í 3 litum: brúnir, svartir og hvítir, og allt þar á milli.  Svo eru flekkóttir hestar og doppóttir.

Yfir þetta eru til sér orð:

Sé hesturinn til dæmis jarpur, þá er hann brúnn.

Ef hesturinn er mosóttur, þá er hann brúnn.

Ef hann er rauður, þá er hann brúnn.

Bleikur hestur er brúnn.

Ef hesturinn er rauðflygróttur, þá er hann zebrahestur.

Þetta voru bara fáein dæmi.

En nú getur verið að einhver spyrji: "hvað ef þú tekur hest, og spreyjar hann allan flúorescent grænan?"

Auðvitað, von að þið spyrjið.  En hestamenn láta ekki hanka sig á vona smáatriðum.  Auðvitað er til orð yfir flúorescentgrænan hest.  Hann er auðvitað Svartskjálpóttur.

Já, hestar eru til margs annars nýtilegir en til að detta af þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband