25.7.2013 | 08:47
Ætti að vera lítið mál að aftengja þetta
Best væri reyndar að aftengja allan þennan fjandans rafeindabúnað. Þetta gerir ekkert annað en að vera fyrir, auka kostnað, bila (og þá dýrt) og segja manni tóma vitleysu.
Svo er ekki einu sinni hægt að laga þetta með hamri.
Ég var að keyra bíl um daginn sem sagði mér að hannneyddi 6.3 lítrum á hundraðið. Með einföldum útreiknungum fékk ég hinsvegar út að hann eyddi 7.3.
Í alvöru? Og fólk á að treysta þessu drasli?
"New York Times greinir frá embættismanni í Massachusetts sem komst að því með erfiðu leiðinni að bíllinn getur ekki þagað yfir leyndarmálum ökumannsins. Hann klessukeyrði Ford Crown Victoria-bifreið sína"
Segið eins og er: þetta var lögga. Embættismaður? Fokkit.
Bílatölvan kemur upp um glannaakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:48 | Facebook
Athugasemdir
Já, það var mikið betra þegar maður sjálfur gat gert við bílinn. Þegar það var eitthvað sem hét blöndungur. Og vélin var sjáanleg undir húddinu.
Á okkar bíl hefur skynjari verið bilaður í nokkra mánuði og við höfum þurft að láta viðgerð sitja á hakanum vegna kostnaðar. Á meðan er bíllinn að eyða 1 - 2 lítrum meira benzíni en nauðsynlegt er. Fyrir okkur er þetta lose-lose ástand, fyrir bílvirkjana og varahlutasalana er það win-win.
Því fleiri hlutir sem settir eru í bílana, þess meira getur bilað.
Ætli það endi ekki bara með að við fáum okkur gamlan Volvo Amazon?
Austmann,félagasamtök, 25.7.2013 kl. 12:54
Stanley steamer, það er málið.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.7.2013 kl. 06:09
Þú ert ekki að meina Stevenson's Rocket, er það?
Austmann,félagasamtök, 26.7.2013 kl. 14:59
Gott að fá sér Volvo Amazon og borga þennan skynjara með bensínsvolgri mánaðarlega svo lengi sem maður á bílinn. Í staðin fyrir að andskotast yfir tækniframförum er mikið nær að uppfæra hamarinn í OBDII aflestrartæki og mánaðarþjálfun á google.com.
Stebbi (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 02:05
Þessar tækniframfarir eru ekki miklart framfarir þegar þær virka bara í 3 mánuði áður en þær bila og stroka út þennan meinta bensínsparnað.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.7.2013 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.