Það eru tvær gerðir af Auris

Týpan með retro seventies innréttingunni en engri hljóðeinangrun, og hin týpan með ljótri innréttingu en hljóðeinangrun.

Það eru jú vissar týpur af fólki sem aka um á vissum týpum af bíl:

Lancruiser jeppum er alltaf ekið með bensínfótinn við gólf.  Öðruvísi hreyfast þeir bílar einfaldlega ekki.  Og þeir sem aka slíku bílum virðast þeir halda þeir séu á Ferrari, slíkur er atgangurinn.  Slíkir menn skulda oft mikið.

Cherokee er hinumegin á skalanum, en þeim bílum er ekið mjög hægt, sem þýðir basically að þeir fara jafnhratt yfir og Landcruiserarnir, en ökulagið er mýkra.  Bensínfóturinn er enda hafður við hliðina á inngjöfinni, ekki á henni.

Ökumenn með límmiða sem á stendur "fyrirmyndarökumaður" í afturrúðunni eru að öllu jöfnu áberandi verri ökumenn en aðrir.  Stundum svo mjög að mann grunar að þeir séu á sjötta bjór, ekki með ökuleyfi og að keyra í fyrsta sinn, eða við það að deyja úr alzheimer. 

BMW er oft ekið eins og ökumaður sé á spítti.  Við nánari athugun kemur reyndar oft í ljós að svo er.

Gamlir og sjúskaðir bílar eru oft í eigu bifvélavirkja, eða í það minnsta einhvers sem þekkir nokkra slíka með nafni. 

Bílar með random plastdrasi límdu utaná eru í eigu einstaklinga sem hafa enn ekki náð tvítugu.  Eða mæðra þeirra.

Franskir bílar, sérstaklega Renault, eru í eigu masókista. 

Nissan Patrol eru oft í eigu bænda, eða manna sem skynja sig innst inni sem bændur, eða hvers annars sem þráir að eiga 4 dyra traktor. 


mbl.is Auris-fólkið gefur vísbendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband