Hvernig virkar eiginlega leigumarkaðurinn?

Fólk virðist mér leigja fyrir einhvern ótæpilegan pening.  Systir mín leigði einhvern hjall fyrir 90.000 á mánuði, og var skiljanlega pirruð.

Ég hef heyrt að fólk leigji einbýlishús á 150, og líki vel.

Svo heyrði ég í útvarpinu einhvern fugl halda því fram að leigan yrði í raun að hækka um minnst 50%.  Af hverju?  Jú, hún er víst hærri í útlöndum.

Já.  Í útlöndum.

Í þessum sömu útlöndum er vöruverð 50% af því sem það er hér, svona að jafnaði, og ef það er ekki nema að jafnaði 90& af því sem það er hér, þá eru launin 100% hærri.

Og af hverju ættu leigusalar að þurfa meira en 150 kall á mánuði?  Hve mikið borga þeir eiginlega fyrir húsnæðið?  Skulda þeir það 100%?  Allir?

Og af hverju eru "húsaleigubætur?"  Það var vitað mál frá byrjum hverju það myndi valda.  Og það er vitaðmál núna hverju það er að valda.  Og hvað á að gera við því?  Jú, hækka húsaleigubæturnar.

Vita menn ekki hvað orðið "vítahringur" merkir?

Svo, ef maður kaupir hús, þá fær maður "vaxtabætur."  Hvernig væri nú ef skattgreiðendur hættu að borga skuldir hvors annars, og færu að einbeita sér að eigin skuldum? 

Ef vextir eru virkilega svo mikið vandamál fyrir fólk, að ríkið sér þörf til að gera eitthvað í því, þá væri actually gáfulegt að *lækka vextina.*  Það er hægt.  Ekki gefa út einhverjar bætur.  Það er *dýrara.* 

Það er alltaf verið að tala eins og vextir séu eitthvert náttúrulögmál.  Þeir eru það ekki.  Þeir eru ákveðnir af einhverjum gaurum úti í bæ.  Þeir koma ekki af himnum ofan með eldingum og látum.  Þetta er bara mannasetning.

Ég hef fylgst með húsnæðismarkaðnum í Eyjum í núna 2 ár.  Hér er allt frosið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband