31.8.2013 | 00:05
Minnir mig á einkennilegan atburð í Íslenskri pólitík
Það er nefnilega svo, að Samfylkingin á heiðurinn af eina frjálshyggjuverknaðinum sem framinn hefur verið af Íslenskum pólitíkus svo lengi sem ég man.
Já. Samfylkingin. Liðið sem notar orðið "frjálshyggja" sem blótsyrði.
Og pólitíkusinn sem á heiðurinn af eina snefli af frjálshyggju á Íslandi í gott ef ekki meira en 10 ár?
Jóhanna Sigurðar.
Kellingin leifði nefnilega samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Sem er frjálshyggja. Ef hún hefði bannað það stranglega, hefði það verið mjög forræðislegt. En hún ákvað að gera það ekki.
Írónískt.
Gefur saman samkynhneigt par | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
What's your point?
Austmann,félagasamtök, 31.8.2013 kl. 02:47
Hæ en eigum við að útiloka þá sem að eru ekki eins og við fara í manngreinarálit eða hvað? Svo kannski ( dæmi) áttu börn sem að sækja kannski í sama kyn og hvað þá? Nú náttúrulega verður fjölskyldan alveg kolklikkuð út af gömlu gildum Biblíunnar, Kóransins ofl trúarritum! En það skal tekið fram að ég er ekki samkynhneygður en á marga góða vini sem að eru samkynhneygðir þá meina ég strákar og stelpur svo að það fari ekki á milli mála og ég treysti þeim fyrir liggur við lífi mínu því bæði við störf og í frístundum þá er þetta fólk bara eins og ég og þú nema fyrir harðfylgi Harðar Torfasonar sem kom út úr skápnum í gamla daga ( kannski fyrir þinn tíma veit ekki) og mátti þola hitt og þetta slæmt þá er þetta mjög gott framtak hjá þeirra samtökum og við almenningur verðum að virða kynhneigð þessa fólks ekki att?
Örn (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 04:24
Ekkert point, bara eitthvað sem mér finnst merkilegt.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.8.2013 kl. 18:49
Ekkert undarlegt að Jóhanna skyldi hafa lögleitt hjónabönd samkynhneigðra. Hún er sjálf lesbía. Og þær giftu sig skömmu eftir að lögin tóku gildi. En forræðishyggjan lifir áfram bæði hjá krötunum og kommúnistunum.
En hvað varðar pólítíska þversögn, þá var það alvarlegra á tímum "viðreisnar"stjórnarinnar á 7. áratugnum (1963-1971) þegar Íhaldið (Sjálfstæðisflokkur og hækja hans, Alþýðuflokkurinn, sem var alveg hættur að vera alþýðlegur) var við völd. Sjálfstæðisflokkurinn kenndi sig við frjálshyggju og frjálsa samkeppni, en 7. áratugurinn einkenndist af einokun, höftum, forræðishyggju og spillingu.
Það er pólítísk þversögn (eða pólítísk hræsni), sem munar um.
Austmann,félagasamtök, 31.8.2013 kl. 19:18
Allir flokkar á íslandi hafa alltaf verið fasískir. Sjá aðdáun þeirra allra á Nazistum back in the day. Þetta hefur aldrei breyst.
En hugsaðu þér ef Jóhann hefði ekki verið lessa. Þá hefði ekki verið svo mikið sem hint af frjálshyggju undanfarin 10-15 ár eða svo.
Sjáðu hvernig þetta lið gerir bara það sem þeim sjálfum hentar, alveg óháð öllu öðru.
Það væri óskandi að þau væru meira í okkar sporum, en svo er ekki. Fólk sem velst á þing er venjulega ekkert líkt hinum almenna borgara, svo það sem það gerir fyrir sjálft sig er sjaldan nokkuð landsmönnum til framdráttar.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.8.2013 kl. 20:31
Þetta ástand hef ég kommenterað annars staðar. Flestir íslenzkir þingmenn eru aldir upp af flokknum eða af ríkinu frá blautu barnsbeini og vita ekkert um atvinnulífið eða einkageirann eða kjör láglaunafólks og öryrkja og eru þess vegna alveg úr tengslum við almenning í landinu.
Austmann,félagasamtök, 31.8.2013 kl. 21:04
Enginn er svo alfróður að hann viti allt um allt, eða eitthvað um allt.
Ég hef tekið eftir, að jafnvel alþýðlegustu menn eru vanhæfir í djobbið - oftast vegna þess að þeir lenda akkúrat þar sem þeir hafa ekki vit á neinu, eða taka að sér mál sem þeir vita ekkert um.
Sjáum til dæmis Jón Gnarr. Hann veit ekkert í sinn haus - hann viðurkennir það þó. Sem gerir hann einu eða tveimur levelum betri en þá sem voru á undan honum. En hann er umkringdur liði sem veit ekkert nausynlega það sem það þarf að vita.
Svo er ofaná þessi óþolandi tendens hjá ríkinu að vilja leggja allt undir sig. Enginn á að fá að gera neitt nema ríkið. Og ríkið setur alltaf mesta óvitann í djobbið. Sama hvað það er, sama hver er við völd.
Svo við skulum halda uppá það þegar ríkið hættir að sinna einhverju.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.9.2013 kl. 14:51
Ég væri þakklátur ef ríkið nennti að sinna heilbrigðiskerfinu sem er að grotna niður og drepa sjúklingana. En er það til of mikils ætlazt? Ég veit að Íhaldið og Afturhaldið sem er í stjórn núna eru engir félagshyggjuflokkar, en það voru Kratarnir og Kommarnir heldur ekki nema bara í orði. Kunningi minn sem var að bíða eftir einfaldri hjartaaðgerð, sem hefur nú verið blásin af vegna þess að stjórn LSH neitar bæði að fjárfesta í lífsnauðsynlegu ómskoðunartæki og að manna þau, lækninum og kunningja mínum til mikillar gremju. Í staðinn verður hann annað hvort að fá heilablóðfall og lamast eða deyja eða þá verður að senda hann til Svíðþjóðar í svona aðgerð sem mun kosta íslenzka ríkið mörgum sinnum meira.
Ekki gleyma að forstjóri LSH, Björn Zoëga reyndi að blackmaila ríkið til að stórhækka hans eigin laun og hélt að það gengi alveg hljóðalaust fyrir sig. En heldur áfram að skera, ekki inn að beini, það er búið, en skafa beinmergin innan úr. Algjört hneyksli.
En síðan eiga yfirvöld að hætta að skipta sér af heilbrigðu og vel stæðu fólki, en gera þess meira fjárhagslega fyrir láglaunastéttirnar, t.d. byggja upp atvinnulífið og manna Vinnumálastofnun með starfsfólki sem er ekki blindað af fordómum gagnvart hinum atvinnulausu.
Atferlisstýring (m.a. með himinháum neyzlusköttum og gjöldum) sem er bara annað form af forræðishyggju og er alveg að æra óstöðugan. Það er sjálfsagt að greiða tekjuskatt og virðisaukaskatturinn er forsenda fyrir EES-samningnum (þótt það ætti að afnema hann fyrir sumar vörur eins og bækur), en benzíngjaldið til að þröngva fólki inn í strætisvagnana eða áfengisgjaldið til að þröngva bindindi ofan í hálsinn á hófdrykkjufólki eru óásættanleg. Að vísu er það rétt, að frjáls samkeppni hefur aldrei verið á Íslandi hvoerki í olíusölu né áfengissölu, svo að ríkisfasisminn blómstrar í þessum forarpytti spillingar.
Jón Gnarr, sem hefur verið mærður af hommum og lesbíum um allan heim er dæmi um hvernig borgarstjórar ættu ekki að vera. Ef hann væri að sinna vinnunni sinni (í staðinn fyrir að láta það eftir ýmist borgarráðsritara eða Degi B. Eggertssyni), þá væri það allt annað mál. En þessi gaur er bara að fíflast út um allt til að skemmta sjálfum sér og síðan hrinda fáranlegum verkefnum í gang, sem enginn hefur beðið um. Ef hann viðurkennir sjálfur að hann sé óhæfur og þess vegna óverðugur þeirra launa sem hann fær, þá ætti hann að segja af sér.
Eftir þessi sl. 3 ár dettur mér ekki til hugar að kjósa neinn flokk, sem hýsir leifarnar af Bezta (Versta?) flokknum né Samfylkinguna né VG. Hvort ég kjósi B eða D fer alveg eftir mönnuninni, en ég efa það. Stórlega.
Jæja, þessi athugasemd er orðin allt of löng. Upphaflega ætlaði ég bara að skrifa "Já."
Austmann,félagasamtök, 1.9.2013 kl. 16:38
Við höfum ekkert efni á hinu opinbera.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.9.2013 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.