5.9.2013 | 19:21
Allt er dýrara
Allt er líka að verða dýrara.
Svo ég held nú að fólk megi halda bílunum sínum við. Það er jú ódýrara. þar að auki er úrvalið af nýjum bílum ekki beysið:
Þú getur fengið hallærislegan díselbíl, eða ennþá hallærislegri díselbíl. Eða Jeppa sem kostar svipað og blokkaríbúð. Sem er samt dísel. Sem er vont. Veit fólk ekki að dísel er skaðlegt heilsunni?
Nei, ég er ekkert að fara að skifta á minni bensínknúnu 17 ára gömlu corollu sem kostar ekkert að reka fyrir einhevrn nýjan bíl með andstyggilegri vél og aksturseiginleika sem gjörvallt mannkyn ætti að skammast sín fyrir.
Það er of dýrt. Og væri downgrade.
Stefnir í sjö mögur ár í bílasölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér, Ásgrímur! Enda eru kaup á nýjum bíl, ein sú heimskulegasta eyðsla sem hægt er að hugsa sér. Há fjárhæð er greidd fyrir bílinn, og hann lækkar í verði næstum um leið og þú keyrir á honum frá bílasölunni. Að kaupa nýjan bíl í dag er ekki réttlætanlegt fyrir alþýðufólk á Íslandi, nema um atvinnutæki sé að ræða.
óli (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 20:27
Við framleiðum heldur ekki bíla. Sem er önnur ástæða þess að við eigum ekkert að hafa áhyggjur af því þó þeir verði svolítið gamlir.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.9.2013 kl. 23:55
Á síðustu árum hef ég fylgst með því aumingja fólki sem hefur fjárfest í nýjum bílum. Samkvæmt lýsingu þeirra læsa umboðin klónum í kúnnann og sleppa ekki næstu árin. Alls konar innkallanir með ótrúlegum kostnaði ("Af því að tölvan segir það"). Ég mun halda mig frá nýjum bílum í næstu framtíð.
Snorri Hansson, 6.9.2013 kl. 14:50
Sumar framfarir eru mikil afturför.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.9.2013 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.