12.9.2013 | 22:31
Þetta er rétt, reiðhjól eru ekkert töff.
Ég skal segja ykkur hvað er töff. Bíllinn minn.
Bíllinn minn gengur fyrir blóði óvina minna.
Yfirbyggingin er smíðuð úr nöglum dauðra manna, og fer sífellt stækkandi.
Dekkin eru ekki full af lofti, heldur sálum framliðinna danskra hjólreiðamanna. Það fellur nefnilega svo mikið til af þeim.
Það eru engin fram eða afturljós á honum, heldur eru þetta gluggar inn í tvær mismunandi útgáfur af helvíti - ein björt og skær, hin öllu daufari og rauðleitari.
Allt sem er sett inn í handskahólfið ferðast um í tíma. Þess vegna er það ídeal staður til að geyma snakk.
Speglarnir eru gerðir úr augum furðuskepnu úr annarri vídd sem var þakin augum, og þóttist vera boðberi einhvers æðra valds. En enginn nennti að hlusta á einhverja svoleiðis þvælu, og menn bjuggu til spegla úr augunum á henni.
Sætin eru gerð úr risaeðlum.
Útvarpið er reyndar frekar voðalegt, það nær engu nema einhverjum hálfvitum sem heita Angra Mainyu & Whiro. Og Rás 1. Veit ekkki hvað af þessu er verst.
Bíllinn minn er töff. Reiðhjól eru það ekki.
Púntur.
Þykir ekki nógu töff að hjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Athugasemdir
Reiðhjólið mitt er búið til af MacGyver og blessað af Chuck Norris.
Druslubílinn þinn er ljót, flöt pönnukaka, eftir að ég hjóla yfir hann.
Skrapphéðinn (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 23:12
Allt sem er framleitt af þessum tveimur gaurum springur í loft upp. Það er margsannað. Gleymdu því.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.9.2013 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.