Hvað ef Al Shahab kæmi nú í opinbera heimsókn?

Þeir eru nú búnir að hóta því, þessir ágætu menn.

Ég efast reyndar um að þeir komist, enda ekki beint frægir fyrir að hafa efni á farmiðanum, en hvað veit maður?  Kannski Jón Gnarr hjálpi þeim með það, og þeir fái að koma hingað í boði Reykjavíkurborgar?

En hvað um það, lítum á málið frá þeirra sjónarhorni.  Það getur nefnilega stundum verið hollt að skoða aðstæður frá sjónarhóli annarra.  Fólk er allstaðar eins.

Hvað er helst aðlaðandi við Ísland, ef maður er morðingi, sem þráir ekkert heitar en að leggja undir sig verzlunarmiðstöð og skera þá sem þar eru á háls?

 Nú, fyrst ber að nefna að hér eru sérlega margar verzlunarmiðstöðvar miðað við höfðatölu. 

Annað er, sem morðingjar eru mjög hrifnir af, að hér býr mestmegnis friðsamt fólk.  Jú, það æsir sig alveg helling á internetinu (sjá kommentakerfi DV, fyrir mjög öfgagengið dæmi) en er nánast alveg meinlaust í eigin persónu.

Meðal íslendingurinn er að auki hræddur við vopn.  Hér, á þessari vefsíðu er einmitt frétt akkúrat núna þar sem er verið að reyna að gera út á þennan ótta: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/26/fundu_eggvopn_vid_handtokuna/

Margir eru nefnilega handvissir um það að hver sá sem fær vopn af einhverju tagi í hendurnar muni ekki bíða boðanna með að reka það í síðunna á næsta manni.  Hvað veldur þeirri hugmynd veit ég ekki, en máltækið segir: Margur heldur mig sig.

En vopnaburður er hér alfarið bannaður, og mjög hart tekið á slíku ef upp kemst.  

Það er mjög auðvelt að myrða vopnlaust fólk.  Spyrjið bara Breivik.

Annað sem er mjög ljúft fyrir morðingja, er að lögreglan mun ekki skakka leikinn.  Það eru mjög strangar reglur um hvernig skal taka á fjöldamorðum, og ef lögreglan nær á staðinn áður en morðinginn eða morðingjarnir hafa lokið sér af, er næsta víst að þeim beri skilda til að bíða þar til þeir eru búnir þar til hafist er handa að bjarga fólki.

Nú, þegar búið er að murka lífið úr öllum sem til næst, þurfa morðingjar bara að gefa sig fram, sallarólegir, og hafa sig hæga um stund.

Það er nefnilega svo, að hópurinn þeirra er tengdur við Al Kæda, sem eru mjög mikilvæg alþjóðleg samtök með yfirþjóðlegt vald, svona svipað og AGS.  Þeir þurfa bara að biðja um það, og morðingjunum verður öllum skutlað til sín heima á kostnað ríkissjóðs.  Lifandi og ólöskuðum.

Ísland er alveg brilljant leikvöllur fyrir morðingja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er algjörlega nauðsynlegt að stofna íslenska leyniþjónustu. Fáum Björn Bjarnason í þetta. Of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í það. Að leyniþjónustu á ekki að standa með þessu dæmigerða íslenska móti; það er að segja illa og losaralega. Hún þarf að vera vel skipulögð og starfa eftir afar ströngum siðferðisstöðlum og virða einkalíf þegnanna eins og framast er unnt. Eins og Bandaríski herinn á sínum tíma á hún að vera sem ósýnilegust og starfa þar með eftir þeim sömu reglum og allar almennilegar leyniþjónustur, að láta ekki á sér bera, sem minnst af sér vita og starfsmenn gefi ekki upp starf sitt við nokkurn.

Ómar (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 23:15

2 identicon

Og það sem er mikilvægara, enga íslenska besserwissera. Fáum hjálp frá reyndum útlendingum við að setja hana á fót. Helst Bretlandi. Breska leyniþjónustan er fyrsta flokks og hefur komið í veg fyrir tugi þúsunda dauðsfalla bara síðustu örfá árin.

Ómar (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 23:16

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju biður þú ekki frekar einhvern um að finna upp eilífðarvél?

Maður verður að setja sér raunhæfari markmið. Ég meina, come on! Ríkisstofnun sem er treystandi? Í alvöru? Íslensk leyniþjónusta sem yrði ekki hreinlega verri en Al Kæda þegar upp er staðið? Dream on.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.9.2013 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband