Þetta vekur margar spurningar:

1: virkar þetta í báðar áttir?

Segjum svo að vændiskaupandinn og hóran hafi samið um greiðzlu eftirá (sem virðist miða við þessa frétt vera vitrænt), og kúnninn stingur af án þess að borga, hvað þá?  Vændiskaup njóta ekki réttarverndar.

2: Í dæminu hér að ofan, er ekki einu sinni löglegt fyrir kúnnann að borga, heldur skv lagabókstafnum verður hann að fara án þess að borga.  Telst það siðlegt?  

3: Á sú spurning einusinni við í þessu dæmi?  Ég meina, kannski í þýzkalandi, þar sem þeir eru frjálslyndir.  Mig vantar Írana til að spyrja að þessu.

4: hversu algengur er svona þjófnaður?

5: þurfa undirheimarnir að bregðast við?  Ekki gerir löggjafinn það.  Kannski verða svona mál mjög algeng þartil "greiðzla eftirá" verður orðin norm.


mbl.is Ákærð fyrir að svíkja vændiskaupanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Var gellan tálbeita á vegum femínista?

Hvumpinn, 12.10.2013 kl. 20:41

2 identicon

Hef nú heyrt að svona lagað viðgangist, þ.e. að kúnninn borgi ekki eða sé ekki tilbúinn að borga svimandi háa greiðslu sem er borið upp á hann eftirá. Ef menn borgi ekki tilsetta upphæð er þeim hótað nauðgunarkæru eða barsmíðum af hálfu handrukkara.

Sævar (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 21:05

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já sjáðu - ef menn fá á sig nauðgunarákæru eftir að hafa neitað að borga fyrir vændi, eða hótanir um barsmíðar, þá er þar ljóslega á ferðinni lögreglumál. Sem kemst frekar líklega í gegnum dómskerfið.

Nema handrukkarar séu orðnir friðhelgir líka?

Ásgrímur Hartmannsson, 14.10.2013 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband