Stéttaskifting?

Mig grunar að stórir hópar á landinu hittist ekki mjög mikið, heldur séu mestmegnis útaf fyrir sig.

Bófar, til dæmis.  Bófar umgangast mest aðra bófa.  Öðrum koma þeir ansi lítið við.

101 liðið umgengst ekki fólk úr öðrum hverfum, hvað þá annarsstaðar af landinu.

Sjómenn umgangast aðallega aðra sjómenn, bankamenn aðra bankamenn osfrv.

Þetta er aðeins öðruvísi hérna úti á landi, þar sem við erum ekki nógu mörg til þess að hólfa okkur svona niður.  Hér þekkja sjóararnir skrifstofuliðið, og skrifstofuliðið þekkir alveg einn eða tvo bófa.

Samt, allt mjög áhugavert. 


mbl.is Ófeimnir afbrotamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ætli hvítflibba-seðlafeitu gæjarnir í efstu tröppum samfélagsins ættu ekki frekar að byrja að prjóna sér lambhúshettur, til að sleppa sínum nánustu við mestu skömmina?

Það getur enginn heiðarlegur verkamaður/unglingur haldið uppi stanslausum og ó-löggæslu-hindruðum innflutningi á ólöglegum rándýrum lyfjum til Íslands.

Ísland er eyja, svo það ætti ekki að flækjast fyrir sæmilega viti bornum og vönduðum löggæslu-yfirvöldum að stoppa ó-löglegan innflutning á ó-löglegum lyfjum.

En þeim háu löggæslu-herrum Íslands er kannski slétt sama um þann undirheima-viðskiptaheim?

En hvers vegna er þeim sama?

M.bkv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2013 kl. 23:23

2 identicon

Hnakkaskot væri besta meðalið fyrir þessi úrþvætti samfélagsins.

Stefán Blackburn (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 00:16

3 identicon

"Hnakkaskot væri besta meðalið fyrir þessi úrþvætti samfélagsins.

- Stefán Blackburn"

Já, það getur verið að hnakkaskot sé góð lausn fyrir þessa fjóra síbrotamenn, en dauðarefsing er ekki í boði í hegningarlögum. Hins vegar væri ekki úr vegi að setja Stebba Síverts og Grísla í ótímabundna einangrun (20-30 ár) á Litla-Hrauni. Og í leiðinni stinga bæði Simba og Baldri Kolbeins í enn aðra einangrunarklefa til eilífðarnóns. Þessir gaurar eru alltaf til vandræða og óhæfir til að ganga lausir meðal almennra borgara.

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband