18.10.2013 | 16:47
Vön að taka próf, þá.
Sálfræðingar vita ekki nákvæmlega hvað greindarpróf mæla. Þau virðast mæla *eitthvað,* vegna þess að svipuð niðurstaða kemur út við endurtekningu.
Að öllu jöfnu þarf fólk ekki að hafa áhyggjur af þessari tölu nema hún sé eitthvað undir 90, vegna þess að það er sterk fylgni milli þess að vera með lága greindarvísitölu og að ganga mjög illa í lífinu. Það eru fleiri á hrauninu með IQ undir 100 en annarsstaðar á landinu.
Á hinum enda skalans er skuggalega há fylgni við allskyns skemmtilega geðsjúkdóma.
Hærra hlutfall einstaklinga með IQ hærra en 110 eru þunglyndir, haldnir geðklofa, asperger eða eru bi-polar (eða hvað menn vilja kalla það núorðið) en þeirra sem eru undir 100.
Hægt er að þjálfa sig upp í að skora hátt á greindarprófi. Það má til dæmis gera með því að ganga í skóla, eða taka nokkur greindarpróf. Eitt á dag í mánuð grunar mig að hækki ykkur um a.m.k 1 stig að meðaltali.
Svo... ef þið viljið slá dömuna út...
17 ára með hærri greindarvísitölu en Einstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég álít að það sé merkingarlaust að bera Lauren Marbe saman við Einstein, nema hann hafi tekið nákvæmlega sams konar próf, og ég efast um að hann hafi gert það. Auk þess er spurning hvað svona greindarpróf mæla í raun og veru, eins og þú bendir á.
Það er mín skoðun, að Einstein sé greindasti maður sem lifað hefur, sennilega með IQ langt yfir 200, ef rétt er mælt. Aðrir komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana.
Hins vegar er mögulegt að Lauren sé greindasti núlifandi meðlimur í Mensa í sínum aldursflokki.
Aztec, 18.10.2013 kl. 20:03
Prófið er í þróun. Það verður að vera, vegna þess að það er aðlagað að þýðinu - 68% eiga að vera milli 90-110. Þetta er þvingað í normaldreifingu, semsagt.
Sem aftur gerir prófið svolítið... þannig.
Það er mest að marka það undir 90.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.10.2013 kl. 21:40
Einstein myndi þá lenda langt fyrir ofan 3 sigma.
Aztec, 18.10.2013 kl. 22:24
Einstein tók aldrei gáfnapróf á ævinni sinni, það er vel vitað, og þessvegna er þessi fullyrðing að hún sé með hærri greindarvísitölu bara út í hött. Svo eru þessi próf miserfið og ekki hægt að bera saman þessar tölur svona auðveldlega. Líklega er hún flug gáfuð þessi manneskja samt sem áður, en það er ekkert víst að hún eigi eftir að afreka neitt þrátt fyrir það.
Siggi (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 15:34
Þá spyr maður sig, hvað er afrek?
dh, 19.10.2013 kl. 23:07
Að taka greindarpróf af Einstein, það væru afrek.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.10.2013 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.