Eru ekki draumórar að ætlast til þess að ríkið sé vel rekið?

Það hefur ekki verið það síðan 1944.  Og ekki var það beysið fyrir.

En:

Sýni hið opinbera ekki ráðdeild í opinberum fjármálum á næstu misserum, hvort sem 
litið er til útgjalda eða mögulegra skuldalækkana eða skattabreytinga, eða ef aðilar vinnumarkaðarins semja um hækkun launakostnaðar sem samræmist ekki verðbólgumarkmiðinu við gerð kjarasamninga í haust munu áhrifin verða aukin verðbólga og minni atvinna.

Síðasta stjórn náði að auka verðbólguna eð því einu að hækka eða leggja á nýja skatta.  Það var mjög effectíft.

Í greininni kemur jafnframt fram, að niðurfelling á húsnæðisskuldum einstaklinga geti haft veruleg þensluaukandi áhrif.

Ég hef nú grun um að það verði aldrei gert.  Er ekkert viss um að það væri svo sanngjarnt.  Það væri þó auðvelt að koma til móts við fólk - með því til dæmis að fella niður verðbæturnar á lánunum.  Það er raunhæfara.  Ég ætla ekki að ímynda mér að það verði gert heldur.

Fólk, ekki bíða eftir einhverri niðurfellingu, eða tékka frá ríkinu.  Not gonna happen. 

„Leiði slíkar aðgerðir til aukinnar verðbólgu yrði Seðlabankinn að bregðast við með auknu aðhaldi, sem gæti leitt til hækkunar jafnvægisatvinnuleysis,“ að því er fram kemur í greininni.

Nú er mér spurn: have er " jafnvægisatvinnuleysi?"  

Hér þarf einhver að útskýra fyrir okkur ölllum, held ég.


mbl.is Óráðsía þýðir aukin verðbólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi dómsdagsspá um aukið langtíma jafnvægisatvinnuleysi virðist byggja á sömu forsendum og spáin um stóra jarðskjálftann 27. September 2013, kl. 11 - eða kl. 23:15....

Hrúturinn (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 20:21

2 identicon

Það ætti að vera flestum ljóst, að einhliða skuldlækkun þurfa að fylgja inngrip í verðránsvísitöluna eða  aðrar verðránshamlandi aðgerðir . Fylgist þetta tvennt getur það verið vítamínsprauta sem forðar yfirvofandi stórhruni íslenskra heimila og fyrirtækja....

Almenningur (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 20:28

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðtrygging er vítisvél sem viðheldur verðbólgu.

Hér er kreppa en á sama tíma bullandi verðbólga.

Þetta er óeðlilegt og stafar af verðtryggingunni.

Með afnámi hennar yrði það vandamál horfið.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2013 kl. 22:01

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ekkert hægt að kenna verðtryggingunni um allt. Hún er ekkert af hinu góða heldur, en mest böl sem henni fylgir er til komið vegna þess að fólk kýs undantekningalaust vonlausa asna til þess að fara með fjármál landsins.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.10.2013 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband