25.10.2013 | 16:13
Nú getiði reiknað út hvenær þið missið húsið ykkar
Ég er allur af vilja gerður til að hjálpa, auðvitað:
Forsendan er sú að allt er ríkinu í vil, alltaf, og þess vegna verður skatturinn af fastri krónutölu óháð verðbólgu. Ég myndi ekki þekkja ríkið ef það væri öðruvísi. Eins og allir skattar, þá er þetta komið til að vera.
Fyrst þurfiði að vita hve mikið þið þurfið að eiga til að þurfa að borga auðlegðarskatt. Það er breytilegt eftir ári, en við getum gert ráð fyrir að það verði 90 milljónir fyrir einstakling, fast. Jafnvel lægra, en verum bjartsýn.
Nú, ef þið keyptuð fasteign á 15 milljónir árið 2003, þá má gera ráð fyrir að hún hafi haldið verðgildi sínu, eins og fasteigna er siður, miðað við verðbólgu, en verðbólgan hefur verið ansi há undanfarið, svo fasteignin er líklega 25 milljón króna virði núna - ef þið fáið einhvern til að kaupa hana á því verði - en það skiftir engu, vegna þess að gjaldið verður reiknað af fasteignamati, og það er örugglega komið í 25 núna.
Við getum gert ráð fyrir 6% verðbólgu.
Eftir 22 ár verður húsið þá komið uppí 90 milljónir, og þá þarftu að fara að borga auðlegðargjald, þó það verði þá bara meðal-verð, ef ekki hreinlega lágt verð fyrir hús.
Kannski áttu þá hest, eða bíl, eða eitthvert lausaleiksfé sem þú getur losað þig við fyrst, eða kannski ertu svo heppinn að skulda bara ennþá alveg helling í fasteigninni. Sem mun aftur valda veseni þegar þú ferð á eftirlaun.
Hvað sem gerist, þú sleppur ekki.
Nema... þú gætir selt allt draslið og flutt til Kanada.
Skatturinn hærri en tekjurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
"Nema... þú gætir selt allt draslið og flutt til Kanada."
Góð hugmynd.
Hörður Þórðarson, 25.10.2013 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.