1.11.2013 | 19:48
Jón Gnarr
Ég sé engan taka upp hanskann fyrir Jón Gnarr, svo ég ætla að taka það að mér.
Sumir segja að Jón hafi ekkert verið góður borgarstjóri. En, á móti, það hefur ekki verið góður borgarstjóri í meira en 15 ár.
Við getum farið yfir það, í stærstu dráttum:
Ingibjörg Sólrún tók við borginni, þar sem hún safnaði skuldum hægt en örugglega, og fór strax að safna skuldum talsvert hraðar.
Svo koma nokkrir borgarstjórar í röð á stuttum tíma, og ber þar helst að nefna Villa volgabjór, vegna þess að hann olli einna mestu tjóni af þeim öllum, með því að kaupa þrjá fúna skúra á Laugaveginum á uppsprengdu verði. Og banna sölu á kældum bjór í ÁTVR.
Það voru fleiri, en þeir voru leiðinlegir og/eða óeftirminnilegir.
Reyndar hafa borgarstjórarnir verið svo slæmir undanfarið, að það eina sem Jón þurfti að gera tilað vera betri, var að endast út kjörtímabilið. Sem hann hefur nú gert.
Annað sem Jón gerði, var að hann viðurkenndi strax að hann hafði ekkert vit á því sem hann var að taka að sér.
Sem þýðir að við getum kennt samstarfsmönnum hans og ráðgjöfum um nær allt sem aflaga hefur farið undanfarin ár.
Og nú fer Jón, og þá eru bara samstarfsmenn hans og ráðgjafar eftir, og satt best að segja lýst mér illa á þá.
En ég bý ekkert í Reykjavík.
Þetta er að mestu leiti ykkar vandamál, þá, Reykvíkingar. Hugsið nú vel og vandlega hvað þið fáið ykkur í staðinn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Sæll Ásgrímur, ég bý ekki Borginni og ætla þess vegna ekki að fara að leggja dóm á frammistöðu Jóns Gnarr sem Borgarstjóra, en gleymum því ekki hver Jón er og hver hans raunverulega atvinna er, það kæmi mér ekkert á óvart að þessi aðgerð hjá honum að bjóða sig fram og vinna borgina, setjast á Borgarstjóra stól sé liður í einhverjum gerning hjá honum sem ekki sé búinn þó hann bjóði sig ekki fram á ný í Borginni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 07:56
Sennilega besti borgarstjóri so far..
http://snjolfur.blog.is/blog/snjolfur/entry/1323778/
hilmar jónsson, 2.11.2013 kl. 18:31
Reykjavík þarf loftárás til að laga skipulagið og mann sem kann að reikna til að laga bókhaldið.
Loftárás mun ekki ske, og menn sem kunna að reikna eru yfirleitt fældir úr íslenskri pólitík með ofbeldi.
Reykjavík er doomed.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.11.2013 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.