Myndi Óði Max keyra þessu?

Sagt er : "Þegar maður skoðaði búnaðarlistann fékk það mann til að halda að hann gæti lifað af kjarnorkustyrjöld, svo vel búinn var hann."

Nú?

Ég verð nú að viðurkenna að vitneskja mín á eftirleik kjarnorkustyrrjalda byggir mest á gömlum ítölskum kvikmyndum, en látum það duga:

Gefum okkur að bíllinn hafi verið nógu langt frá sprengingunum til þess að fuðra ekki upp eða kremjast undir braki af einhverju tagi.

Þolir þessi bíll árásir sveima af risavöxnum mannætukakkalökkum?

En hvað ef hópur af afskræmdum mótorhjólamönnum vopnuðum lásbogum mætir til leiks?

En hvað ef nokkrir gaurar í S&M átfittum, vopnaðir gaddakylfum, akandi gömlum möttum Ford Torinoum með allskyns járnarusli logsoðnu á, situr fyrir þér?

Þessi Range Rover virðist vera skör betri bíll gamli Ford XB kagginn sem Óði Max átti hér í denn, en virkar hann eithvað frekar? 


mbl.is Fimm stjörnu skriðdreki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband