22.11.2013 | 08:20
Enginn með fasta vinnu og öllum fóstrum eytt?
Nei, varla.
Hætta er á japönsku ástandi í efnahagslífi á Íslandi sem einkennist litlum hagvexti, lítilli fjárfestingu og ofskuldsetningu í atvinnulífi.
Business as usual.
Svarið við þessari stöðu ætti að vera að opna hagkerfið og auka samkeppni. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar,
Detti mér allar dauðar lýs úr höfði.
Á undanförnum mánuðum hef ég engan hitt sem hefur óskað þess að við hefðum lofað meiru.
En hve marga hittirðu sem óskuðu þess að þið hefðuð gert eitthvað af viti?
Við tókum ábyrga afstöðu
HAHAHA!
Árni Páll sagði að við lifum núna sérkennilega tíma, tíma langvinns umróts í eftirmála hruns.
Sem við hefðum vel geta kraflað okkur útúr ef okkur hefði verið leyft að gera það í friði, en nei...
Við slíkar aðstæður væri hægt að efla samstöðu eða næra ótta og óöryggi með því að draga víglínur og bjóða skjól gegn hættum sem leyndust handan línunnar. Ríkisstjórnarflokkarnir hefðu tekið síðari kostinn.
Það gera þeir alltaf.
Hættan á japönsku ástandi efnahagslegrar lömunar blasir við, nú þegar spáð er litlum hagvexti, lítilli fjárfestingu og ofskuldsetningu í atvinnulífi.
Það er ykkur að kenna.
Þá ætti svarið að vera að opna hagkerfið og auka samkeppni.
Segir gaurinn sem vill æða beint inní lokað hagkerfi. Úr öðru lokuðu hagkerfi. Það má bara ekkert hafa neitt annað en einhverja auðhringa, er það?
Við ættum líka að leggja allt kapp á nýjan gjaldmiðil sem greiðir fyrir aukinni fjárfestingu.
Ef ekkert gengur með núverandi gjaldmiðli, mun ekkert ganga með nýjum.
En kreddukarlarnir kjósa frekar að loka leiðinni út og hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Evrópusambandið er lokað hagkerfi, stjórnað af auðhringum. Það er engin leið út úr neinu.
Við ættum líka að leggja allt kapp á atvinnuþróunarverkefni vítt og breitt um land og auka fé til rannsókna og uppbyggingar á þekkingu.
Af hverju gerðuði það ekki þegar þið voruð við völd?
Nei, kreddukarlarnir skera þau öll niður, skera við trog fjármagn í rannsóknarsjóði og tækniþróunarsjóð, afnema alveg uppbyggingarverkefni í starfsnámi og draga úr framlögum til framhaldsskóla og háskóla.
Ertu sem sagt að segja að þú sért kreddukarl?
Við ættum að auka arð okkar af auðlindum til lands og sjávar. Nei, kreddukarlarnir lækka veiðigjaldið, gefa makrílkvótann og eiga þá einu uppbyggingarhugmynd að gefa orku til stóriðju, sagði Árni Páll.
Reynzla okkar af veiðigjaldinu hérna, var helst á þann vega að ekkert lifir af nema fyrirtæki með landvinnzlu. Sem sagt stærstu fyrirtækin.
Allt partur af stærra plotti samfylkingarinnar að fækka stórútgerðum á landinu til þess að eignirnar safnist á færri hendur, en ekki fleiri.
BRILLJANT!
Allt í einu á að vera óhugsandi að hafa í senn metnað fyrir Íslands hönd og vilja opna markaði og fullan atkvæðisrétt Íslands í samskiptum við aðrar þjóðir.
Þú vilt ekki í alvöru fullan atkvæðisrétt Íslands í samskiptum við aðrar þjóðir.
Þeir stilla menningu upp sem lúxusverkefni sem einungis sé réttlætanlegt að verja fé til ef uppfyllt hafi verið hver einasta önnur þörf fyrir fé.
Þú veist ekki merkingu orðsins "menning."
Hætta á japönsku ástandi á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.