28.11.2013 | 19:27
Hvað verður meðal-íbúðaverið þarna?
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í dag breytingar á deiliskipulagi, annars vegar fyrir gömlu höfnina og Vesturbugt með áherslu á vistvæna byggð,
Hvað er "vistvæn byggð?"
byggingarreitur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar er þrengdur.
Af hverju má hann ekki vera stór? Rétttrúnaðarkirkja væri bara augnayndi. Sem auka bónus, þá eru meðlimir réttrúnaðarkirkjunnar ekki mikið í því að reka vegfarendur á hol fyrir að vera í öðrum trúfélögum.
Breytingin á gömlu höfninni og Vesturbugt með áherslu á vistvæna byggð var samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Nú? Þá eru þetta mikil mistök. Það er einskonar náttúrulögmál.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon sátu hjá við afgreiðslu málsins en létu bóka athugasemdir.
Lúðar.
Of lítil áhersla sé á opin svæði og gert sé ráð fyrir of fáum bílastæðum við hverja íbúð á svæðinu.
Í borg framtíðarinnar hefur enginn atvinnu til að mæta í, engin börn að skutla í skóla, og fær allan sinn mat afhentan af sendlum.
Enn fremur benda þeir á að Graeme Massie, arkítektar, sem áttu vinningstillöguna í opinni hugmyndasamkeppni um rammaskipulag gömlu hafnarinnar hafi sent frá sér tilkynningu um að stóra þætti í vinningstillögunni sé ekki að finna í deiliskipulaginu.
Uhm... ha?
Ég er með spurningu: hver mun hafa efni á að flytja inn í þessi hús? Ég meina, þetta er allt nýtt, eða verður það, og á góðum og mjög dýrum stað. Og efnað fólk á venjulega bíl...
Fyrir hvern er þetta?
Hvað mun þetta kosta? Ég get komist að því, það er einfalt, ég fer í fasteignaauglýsingarnar og skoða 101:
Það fyrsta sem ég finn: Mýrargata (óbyggt) 66 ferm: 29.6 milljónir.
Vá. Sá sem vill flytja þangað þarf að punga út 6 milljónum, og fá lán sem mun kosta 100.000 á mánuði (m.v 40 ára lán, 5% vexti & 4% verðbólgu) ansi lengi. Og hita og rafmagn og tryggingar.
Ekki beint ódýrt.
Deilt um deiliskipulag í borgarráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.