28.11.2013 | 22:43
Ég horfði á einhvern andskota sem heitir "Á fullu gazi" (sic)
Íslensk dagskrárgerð eins og hún gerist.
Þetta á að heita bílaþáttur, og það eru vissulega bílar.
Þátturinn skiftist í þrjá hluta: fyrsti hluti fjallaði um nokkra menn sem voru að dunda sér við það að breyta tveimur sendibílum í húsbíla.
Þeir náðu ekki að klára það.
Næst heimsótti einn þáttastjórnandinn gamlingja sem safnaði bílum í ógnarstóran skúr sem hann átti. Sá gamli reyndist besti hlutinn af þættinum. Þeir hefðu geta rabbað við hann lengur.
Svo fór þetta blessaða fólk á rúntinn á mótorkrossbrautinni í kapelluhrauni. Það var mjög ámátlegt á að líta. Ég held ég hafi aldrei séð neinn keyra þennan hring jafn hægt. Var í alvöru ekki hægt að fá 113 hestafla týpuna í þetta? Eða var þetta 113 hesta týpan, en þeir spöruðu hana bara svona?
Var í alvöru ekki hægt að gefa í? Eða amk feika það betur? Eða skifta upp í þriðja kannski?
Vá... það eru fleiri þættir af þessu. Ég nenni ekki að fylgjast með þeim.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.