29.11.2013 | 17:23
Auðvitað, þeir eru ódýrastir
Ódýrustu bílarnir hafa alltaf verið vinsælir. Næst í röðinni hafa svo alltaf verið jeppar, af hvaða merki sem er í tísku hverju sinni. Venjulegir fólksbílar eru svo aftur ekkert vinsælir, þó þeir séu þægilegastir og bestir, vegna þess að þeir eru allt of dýrir. Að jafnaði 2X dýrari hér en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum.
Svo auðvitað kaupir fólk Spark. Það er ódýrasti bíll sem völ er á, og sá skemmtilegasti. Svo yrði ég ekkert hissa þó Cruze yrði algeng sjón á götunum, vegna þess að sá bíll er í grunninn þaða sama og Opel Astra, nema með stærri vél og talsvert ódýrari.
Það eina sem Benni býður ekki uppá eru almennilegir jeppar.
Chevrolet eflist á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.