Við fylgjumst öll með þessu

Og við athugum hvort það sem þeir segja er líkt því sem aðrir búast við.

Verður þetta skammtímalausn, eins og Lars Christensen í Danske Bank segir?  (Það tíðkast ekki að framkvæma neitt sem á að endast lengur en 3-4 ár, mest)

Verður þetta gert með göldrum? (Eða var það bara plan samfylkingarinnar til endurbóta á heilbrigðiskerfinu?)

Verður þetta allt útskýrt fyrir Árna Páli - kannski, en mun hann skilja útskýringuna?

Guðmundur Steingrímsson fær að vita hvaðan peningarnir koma.

Eitt getum við öll verið viss um: hvað sem sagt verður, þá verða ansi margir fúlir.  Vegna þess að fólk verður fúlt út af öllu, bæði góðu og slæmu.


mbl.is Kynna aðgerðir kl. 16 á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Tekurðu virkilega mark á aðalhagfræðingi Danske Bank?

Danske Bank var eftir "hrun" við að fara colossally á hausinn þegar honum var bjargað af danska ríkinu.

Ekki bara einu sinni... heldur tvisvar.

http://kpnet.dk/artikler/okonomi/09/0206_bankpakke_redder_danke_bank_og_maersk.html

Óskar Guðmundsson, 29.11.2013 kl. 21:52

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nei. Hann var bara svo heppinn að hafa tjáð sig um málið, án þess að hafa neitt til að tjá sig um, og ég fann hann á þessum 2 mínútum sem ég nennti að sóa í þetta, svo, þarna er hann.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.11.2013 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband