6.12.2013 | 17:28
Ég hef nú ekki mikið orðið var við Chevy í Evrópu
Ekki alvöru Chevy, þ.e.a.s. Þeir bjóða svipaða hluti, en merkta "Opel" eða "Vauxhall." Sem felur í sér að það er sama yfirbygging, sama innrétting, en minni og ómerkilegri vélar.
Sennilega er eins gott að evrópubúinn er með ódýrari vélar, vegna þess að þeir eiga eftir að rústa þeim í milljónavís þegar þeir byrja að nota metanólbætt bensín og fitubætta díselolíu.
Hætta að bjóða Chevrolet í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Flestir bílarnir sem General Motors selur í Evrópu (þar á meðal á Íslandi) undir Chevrolet nafninu hétu fram til 2005 (eða þar um bil) Daewoo og eru framleiddir í Kóreu. Sumir þeir nýjustu deila talsvert af hlutum með Opel sem ég veit ekki hvort eru meðmæli, þeir sem eru eldri hönnun eru einfaldlega Daewoo með Chevrolet merki.
Einar Steinsson, 8.12.2013 kl. 21:24
Daewoo er og var alltaf Opel. Þeir bjóða einhvrn annan hrærigraut af vélum til þess að klóra yfir það - en Opel.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.12.2013 kl. 00:31
Daewoo rekur sögu sína aftur til 1937 og hefur gengið undir ýmsum nöfnum og framleitt og flutt inn mikinn hrærigraut af bílum. Þeir ahafa verið með bíla byggða á Holden (sem er jú GM), Isuzu (líka GM) Opel (enn einn GM), Honda, Suzuki, Nissan, Toyota og líklegast einhverjum fleirum. GM eignaðist þá endanlega eftir að fyrirtækið komst í þrot árið 2001 (þeir áttu einhvern hlut áður) og fór að selja þá sem Chevrolet um 2005.
Einar Steinsson, 11.12.2013 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.