Merkilegt.

Stúderum þetta aðeins.

Fyrst finnum við hvað bíll kostar á spáni: Sem við gerum með því til dæmis að skoða heimasíðu SEAT á spænsku.

SEAT Ibiza costar 8900 evrur, eða ~1.450.000, Toledo, sem er svipaður bíll og Skoda Rapid, 12900, eða 2.1 millu.

Kannski ekki skrítið að þeir séu ekki að hanga á þessum bílum neitt lengur en 10 ár.

Vert er að benda á: 

1: SEAT eru ekkert góðir bílar, og munu ekkert endast of lengi. (sem reyndar þýðir að þeir ættu að renna út eins og heitar lummur hér.  Íslendingar eru ekki og hafa aldrei verið mikið fyrir góða bíla.)

2: Nýir bílar eru það ódýrir að viðgerðarkostaðurinn og vesenið í kringum allt slíkt hættir miklu fyrr að vera þess virði.

3: þökk sé þessum mjög svo vanhugsuðu aðgerðum verður í náinni framtíð skortur á varahlutum í notaða bíla.

4: Þökk sé sömu aðgerðum verður skortur á billegum notuðum bílum, í hvaða ástandi sem er. 

5: 7-10 ára gamlir bílar menga ekki jafn mikið og fólk virðist halda, né eru þeir það mikið óöruggari.  Öryggi var lagað yfir alla línuna uppúr 1997, og mengun hefur verið lítið síðan 1978 - í USA amk.  En Evrópumenn er svolítið slow...


mbl.is Spænska ríkið styrkir förgun gamalla bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband